Morgunn - 01.06.1942, Qupperneq 39
M O R G U N N
33
Bréfin frá bróðurnum.
Eftir frú Annie Brittain.
Eina gagnmerkustu sönnunina fyrir ótvíræðum anda-
Verknaði fékk ég 9. ágúst árið 1922, þegar bróðir minn,
sem féll í orustu í Frakklandi 1916, skrifaði mér bréf á
glerið á innrammaðri mynd hans, sem allt af stendur á
borði í dagstofu minni.
Vegna þess að þetta atvik er að eins eitt í röð undar-
legra fyrirbrigða, sem höfðu verið að gerast í húsi mínu,
œtla ég að segja nákvæmlega frá öllum smáatriðum.
Þessi fyrirbrigði fóru að gerast um það bil á ártíðardegi
bróður míns, sem er í lok júlímánaðar.
Gestur einn frá Midlands var þá í dvöl hjá okkur og
svaf í herbergi með Nelly, systur minni, sem er ákaflega
næm fyrir sálrænum áhrifum og hefir auk þess með-
fæddan ótta fyrir innbrotsþjófum, svo að hún læsir ævin-
lega dyrum sínum áður en hún fer að hátta.
Þetta kvöld fóru þær að sofa á sama tíma og venju-
lega og sváfu vært nóttina af. En þegar þær vöknuðu
um morguninn sáu þær, sér til mestu undrunar, að
myndin af bróður mínum, sem áður getur, hafði verið
flutt inn í herbergi þeirra, og að á glerið á myndinni
hafði verið skrifuð orðsending til systur minnar. Skrif-
að hafði verið með kalki og orðsendingin virtist koma
frá bróður okkar Jack. Aðkomukonunni og systur minni
þótti þetta mjög kynlegt og fóru að furða sig á því, hvort
maðurinn minn hefði verið að leika á þær. En það var
ckki vel sennilegt, því að dyrnar voru enn þá læstar. Þær
komu sér nú saman um að bíða átekta og segja engum
frá þessu, í þeirri von, að ef Jack bróðir minn væri þarna
að verki, þá myndi hann geta endurtekið þetta. Orð-
sendinguna, sem á rammaglerið var skrifuð, og sem var
algerlega persónulegs efnis um einkamál, þurrkaði syst-
3