Morgunn - 01.06.1942, Síða 41
M O R G UNN
35
læsti skápnum og lét lykilinn í handtöskuna sína. Hún
fór snemma til vinnu sinnar og sagði manninum mínum
að eins lauslega, að hún hefði séð anda um nóttina. Hann
gerði að gamni sínu og sagði, að það mundi ekki hafa
verið annað en martröð, enda hélt hann, að svo hefði
verið. Ef hún hefði að eíns sýnt honum skriftina á
i'ammaglerinu hefði hann vafalaust tekið mynd af henni.
Hún kom heim um klukkan tvö og gekk rakleitt að
klæðaskáp sínum til að taka fram fötin sín, vegna þess
að hún ætlaði að fara til Midlands með móður okkar og
dvelja þar um helgina. Hún tók fram myndina til þess
að lesa hið furðulega letur, en sá þá, að letrið hafði ver-
ið þurrkað út, en í staðinn var nú komið nýtt letur á
þessa leið: „Okkur þykir leitt, að við skyldum hafa hrætt
þig“. Systir mín þurrkaði nú sjálf burt þessa skrift og
bar myndina inn í dagstofu mína og lét hana á sinn
stað. Hún var í burtu yfir helgina og kom ekki aftur fyrr
en á þriðjudegi. Þá var hún svo óróleg, að hún neitaði
að sofa ein, bauðst því maðurinn minn til að sofa í henn-
ar rúmi, svo að hún gæti sofið hjá mér. Iíún vafði sig
utan að mér og sagði mér nú allt, sem hafði gerzt, en
þar sem hún hafði ekkert í höndunum að sýna mér,
sagði ég henni, að þetta hlyti að hjafa verið martröð. Ef
þetta hefir raunverulega verið Jack — sagði ég — hugsa
ég að hann muni skrifa mér“.
Um nóttina gerðist ekkert. Við sváfum ekki vel, þar
sem systir mín var svo hrædd, að hún titraði í svefnin-
um.
Myndin var nú komin aftur á sinn stað, á skrifborðinu
í dagstofunni minni, og sjálf hafði ég hreinsað glerið.
Hún var á sínum stað á miðvikudagsmorguninn og ég
hafði ekki tekið eftir neinu óvenjulegu, þegar ég fór með
gestkomandi konu inn í stofuna, til að halda fund fyrir
hana. Fundurinn var langur og ekki leit ég á myndina,
þegar honum var lokið. Fáum mínútum síðar kom kona
nokkur, sem þurfti að finna manninn minn í lækninga-
3*