Morgunn - 01.06.1942, Side 47
MORGUNN
41
,,f jarðar og Seyðisfjarðar. . . . Þetta er það, er við vit-
,,um hér um þetta atvik. En þegar ég les bréf þitt,.
„hlýtur mér að detta piltur þessi í hug, því að hann
,,hét Guðni Magnússon, og þótt hér væri ekki um bíl-
,,slys að ræða, þá er hann að vinna við bíl og reynir
„mikið á sig. Svo ég afréð strax, að láta foreldra pilts-
„ins sjá þann kafla bréfs þíns, er hér um ræðir. Það
„varð til þess, að þeim hjónum þótti þetta afar merki-
„legt, og báðu mig endilega að skrifa strax og út-
„vega sér alla vitneskju þessu aðlútandi, sem mögu-
„legt væri. Vona ég að þú skrifir mér aftur og út-
„vegir þær upplýsingar, sem hægt er að fá. . .
Að þessu bréfi mótteknu, þótti mér allt þetta svo
merkilegt, að ég fór þegar fram á það við frú Guðrúnu,
að hún skrifaði Hjálmari, sem hún þekkir og nú var
kominn heim til sín á Vopnafjörð og bæði hún hann að
senda sér skriflega skýrslu yfir það, er hann bezt myndi
eftir af fundinum, þessu viðkomandi, og einnig að hún
sjálf skrifaði það upp, er hún myndi réttast.
Umsagnir þeirra beggja frú Guðrúnar og Hjálmars
fara hér á eftir.
Hjálmar skýrir svo frá:
„Það fyrsta, sem Finna (stjórnandi miðilsins) segir
„við mig var, að hjá mér stsgði ujigur maður í meðal-
„lagi hár, ljóshærður og hárið farið að þynnast uppi á
„höfðinu. Einnig að hann væri á milli tvítugs og þrí-
„tugs og héti Guðni Magnússon og sæi hún hann
„greinilega. Hún sagði, að hann hefði þekkt eitthvað
„til míns fólks. Ennfremur að Eskifjörður og Reyðar-
„fjörður væri í sambandi við hann og dauða hans.
„Hann hefði verið bílstjóri. Sagðist hún greinilega sjá
„hvernig hann hefði dáið. Hefir hann vcrið að gera
„við bílinn sinn, skriðið undir hann, teygt sig og hafi
,,þá slitnaði eitthvað innan í honufri. Síðan verið fluttur