Morgunn - 01.06.1942, Qupperneq 71
MORGUNN
65
*
í'að er eins og þjáningin sé óleysanlega bundin því, að
þjóna sannleikanum á jörðunni. Það hafa fleiri orðið
píslarvottar vegna hans en Mannssonurinn, sem var líf-
latinn á smánartrénu austur í löndum. Hans kross hafa
margir aðrir borið, þótt í minna mæli hafi verið. Einn
þeirra merkisbera sannleikans var „Margery“ Crandon,
konan, sem fórnaði miklu, sem flestum öðrum konum
verður örðugt að selja af hendi, og var þó borin þeirri
svívirðing, að hún hafi verið aumur svikari og loddari.
í grennd við sannleikann leynist oft einhver Júdas, sem
gerist svikari vegna hagnaðarvonarinnar. ,,Margery“
t’randon græddi ekki jarðneska fjármuni, hún fórnaði
stórfé jafnhliða því, sem hún lagði fram orku sína og
starf árum saman. Samt var hún borin því illmæli, að
hún væri svikari. Þau verða oft launin fyrir að sýna
sannleikanum hollustu!
Mér dettur í hug í þessu sambandi saga, sem hin
fræga, spánska vitrananunna, Teresa di Jesus, segir af
sjálfri sér í endurminningum sínum. Hún var á ferðalagi
um hávetur, á Spáni, í þjónustu heilags málefnis. Þegar
hún kom að fljóti einu, var brúin brotin og hún stóð þar
úti í vetrarhörku og hélt að hún mundi ekki komast leið-
ar sinnar. ,,Þá fór ég að biðja Krist — segir hún — og
ég sagði: Leikur þú þannig þá, sem þínu máli þjóna?
Og Kristur svaraði mér: Þannig reyni ég vini mína! Þá
er engin furða þó þeir séu fáir, svaraði ég“.
Þjónar sannleikans eru fáir, en þeim mun dýrmætari
ættu þeir að vera oss.
Með djúpu þakklæti minnumst vér læknisins, sem
’agði vísindaheiður sinn að veði fyrir málefni, sem er af
mörgum lítils metið og af mörgum svívirt, og ,,Margery“,
konunnar hans, sem hefir letrað nafn sitt gullnu letri á
f'öguspjöld sálarrannsóknanna.
En um leið og vér minnumst þeirra, minnumst vér
einnig frumherjanna annars staðar, og þá einnig frurn-
herjanna hér hjá oss. Þeirra saga er énn ekki skráð, fyr-
e