Morgunn - 01.06.1942, Side 76
70
M O R G U N N
Fyrir nokkrum árum bað ég dr. Björn K. Þórólfsson
skjalavörð að athuga fyrir mig, hvað kirkjubækur Mið-
dals kynnu að vita um það, er styrkt gæti þessa dánar-
sögu. Við þá athugun kom það í ljós, að 14. desember
1868 andaðist á prestsetrinu í Miðdal vinnukona 87 ára
að aldri, Steinvör Guðmuridsdóttir, eina konan sem deyr
í Miðdal á árunum 1866—69, en það eru þau ár, sem um
er að ræða. Frásögn séra Magnúsar lýtur bersýnilega að
þessari stúlku.
Það hefir líklega verið voi’ið 1989, að ég sagði nafn-
kunnum og ágætum enskum sálarrannsóknamanni, Mr.
George H. Lethem, frá þessum atburði, og þótti honum
hann merkilegur. Var haft við orð að eitthvað yrði um
þetta ritað í ,,Light“ (Mr. Lethem var þá ritstjóri blaðs-
ins), en iaf því varð þó aldrei.
Hér er sem sé um að ræða mikilsvert athugunarefni,
sem enn hefir verið of lítill gaumur gefinn, en vafalaust
íi eftir að verða betur rannsakað.
Það er alkunna, að deyi maðurinn það sem kallað er
eðlilegum dauðdaga, fullkomnast viðskilnaðurinn ekki
á því augnabliki, sem sálin yfirgefur líkamann, heldur
er sálin fyrst í stáð tengd líkmanum með ,,lífsþræðin-
um“, eða ,,silfurþræðinum“, eins og ritningin nefnir
hann (Préd. 12, 6). Því er það, að forðast skyldi að
grafa eða brenna lík allt of fljótt (það er misskilningur,
að í þessu efni sé brennsla varasamari en jarðsetning),
því að ella getur farið svo, að hinn framliðni þoli mikla
sálarkvöl, ef hann er miður þroskaður andlega (eins
og við erum flest). Eru þess dæmi hér á landi, að til
þess að forða þessu, hafi þráðurinn, eftir bendingu að
handan, verið slitinn með aðstoð miðils áður en greftrun
íór fram. Og fjarri fer því, að óttinn við kviksetningu
sé hégilja ein. Þannig þykist ég hafa sæmilegar sann-
anir fyrir því, að tveir menn, sem ég þekkti örlítið af
afspurn, hafi kviksettir verið.
Varla þarf að efa það, iað Steinvör hafi verið skilin