Morgunn - 01.06.1942, Page 83
M O R G U N N
77
Jsað orpið mold og í enn ríkara mæli en áður er það hulið
myrkri. Sérhvert blað af grasi, blómi eða tré er barn
tveggja heima. Það er fætt af heimi myrkursins að rót-
inni til, en af heimi ljóssins, að því er til þess hlutans
kemur, sem er ofan moldar. Tréð er hin fullkomna tákn-
mynd þess, hvernig lífið þróast fyrir samstarf myrkurs
og ljóss; úr dimmri moldinni draga ræturnar næring,
■en leggir og blöð frá ljósi sólar.
Fyrir þróun fóstursins er mó'ðurlífið myrkrabyrgi.
Þar er myrkrið nauðsynlegt fyrir holdgun andans. í ljósi
mundi frækornið að barnslíkamanum, sem í móður-
skautinu er að myndast, deyja. í myrkri móðurlífsins
materíaliserast, holdgast, andinn, hann skapar sér
líkama og kemur svo í fylling tímans fram í dagsljósið,
til þess að taka þar frekari vexti, lifa þar og starfa. -r—
í þessu sjáum vér hið heilaga hlutverk myrkursins, og
hve barnaleg sú hugsun er, að gera myrkrið að ímynd
hins illa. Sjálf urðum vér, í upphafi jarðvistar vorrar,
að njóta verndar þess á meðan vér vorum enn of við-
kvæm og veikbyggð til að þola ljósið. Náð myrkursins
vorum vér þá falin af þeirri háu speki, sem leiðir allt
að settu marki og mannlega sál í gegn um blessun
myrkurs og ljóss.
Með þessi miklu lífssannindi í huga, ættum vér að
A’era vorkunnsöm við þá, sem af mikilli grunnhyggni
tala háðslega um „myrkrastofuframleiðslu spiritism-
ans“. Er það ekki ákaflega heimskulegt, að telja fyrir-
hrigði tilraunaherbergisins ill fyrir það, að upphaf
þeirra þarf að gerast í dimmu byrgi? Er ekki dimma
byrgið það sama fyrir andann, sem er þar að líkamast,
materíaliserast, og móðurlífið er fyrir andann, sem þar
er að búa sér barnslíkama, er þar að líkamast? Er það
ekki hliðstæða við myrkur moldarinnar, sem er vörn
fyrir frækornið, unz það þolir dagsbirtuna? Er það ekki
hliðstætt við myrkraherbergið, sem þarf til þess að
Ti'amkalla ljósmyndaplötuna, svo að hún þoli dagsljósið?