Morgunn - 01.06.1942, Page 96
90
MORGUNN
þéttan steinvegginn, það sem gerðist í herberginu hand-
an við hann. Aldrei áður hafði neinna slíkra hæfileika
orðið vart hjá þessum manni. Nú var það sönnuð stað-
reynd, að þessir hæfileikar leyndust í vitund hans. Höf-
uðhöggið, sem hann hlaut við fallið út úr hraðlestinni,
sannaði ótvírætt að hann var þeim búinn.
I VIII. bindi ritverksins, Proceedings of the S. P. R.
bls. 194, segir Myers frá efth'farandi atviki: Séra L. J.
Bertrand var á f jallgönguferðalagi í Sviss. Hann og fé-
lagar hans höfðu ráðgert að ganga á Titlistindinn, en
hann er talinn brattur og erfiður uppgöngu. Einhverjar
ástæður, sem ekki er nánara getið, urðu til þess, að hann
varð viðskila við félaga sína. Hann kenndi jafnframt
nokkurrar líkamlegrar vanlíðunar. Hyggja lækna er sú,
að hann hafi fengið aðkenning af háfjallaveiki. Hún
veldur einatt öndunarerfiðleikum, ógleði, höfuðverk og
magnleysi, en þetta stafar af súrefnisskorti andrúms-
loftsins. Hann settist niður og vonaði að þetta myndi líða
frá, en kuldinn gerði hann svo máttvana, að hann mátti
sig hvergi hræra. Þetta hafði þó engin áhrif á hugsun
hans. Honum virtist hún jafnvel skýrari en nokkru sinni
áður. Mesta undrun vakti það honum að sjón hans virtist
orðin miklu fullkomnari en hún hafði nokkuru sinni
verið. Hann veitti því samtímis athygli, að hann stóð nú
fyrir utan sinn eigin líkama. Milli hins nýja líkama hans
og þess er lá á staðnum, sá hann mjóan þráð, sem hon-
um virtist mjög teygjanlegur. Hann sá nú mjög greini-
lega til ferðafélaga sinna. Furðaði hann mjög á því,
að þeir höfðu farið aðra leið, en ráð hafði verið fyrir
gert. Þá tók hann og eftir því, að leiðsögumaðurinn var
að súpa á madeiraflösku og narta í steiktan kjúkling,
sem honum hafði sérstaklega verið ætlaður. Jafnframt
sá hann víðáttumikið landslag, þorp, sveitabæi og vegi,
en þótt hann sæi þetta mjög greinilega kannaðist hann
ekki við landslagið. Þegar samferðamenn hans funclu
hann aftur, urðu þeir ekki lítið undrandi, þegar hann