Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 124
118
MORGUNN
nú fékk ég þá fund hjá frú Helen Hughes. Ritarinn
spurði mig um nafn mitt, en ég sagði honum, að ég kysi
heldur að segja ekki til nafns. Hann kvaðst skilja það
og ritaði fundinn handa ,,ónefndum“.
Við hjónin ókum þá til Leeds og lét ég vagninn standa
að húsabaki hjá Drottningargistihúsi þar sem við feng-
um okkur millimálsverð. Ég skildi vagninn eftir að húsa-
baki til þess að skrásetningartala hans gæfi ekki bend-
ing um, hver ég væri. Ég fór eínn á fundinn, til þess
að engin ógætni hjá konu minni gæti orðið til þess að
gefa neina upplýsingu. Ég efast ekki um, að mörgum
mun þykja þessi vandlega varasemi mín heimskuleg,
en hún var mér nauðsynleg. Ég fór með sporvagninum
til Hyde Park (í Leeds) og spurðist fyrir um leiðina til
Morton House. Frú Campbell opnaði dyrnar; við vorum
hvort öðru algerlega ókunn. Ég hefi síðan hitt hana
einstöku sinnum. Ég kallaði hana ,,litlu gömlu konuna“
og hún var sannarlega elskuleg gömul stúlka og er það
mikið hrós fyrir trúardeildina, sem hafði alið hana upp.
Ég sagði að ég væri kominn á fund, sem mér hefði
verið lofað. Hún spurði hvort það væri hjá frú Helen
Hughes. Ég kvað svo vera. Hún fór þá með mig inn í
berbergi, vísaði mér til sætis hjá ofninum og fékk mér
blað að lesa. Hún sagði mér, að það væri maður inni hjá
frá Hughes, en hann muni ekki verða lengi. — Eftir
skamma stund kom litla gamla konan aftur og sagði, að
nú væri frú Hughes til búin, fór með mig yfir gang og
opnaði dyr á öðru herbergi. Þar gekk frú Hughes um
gólf til að taka á móti mér.
Fyrsta sönnunin. Ég hefi sagt hér nokkuð frá að-
dragandanum að þessari úrslitastund fyrir mig, svo að
þér getið gjört yður nokkra hugmynd um, hver áhrif
það hafði á mig, sem frú Hughes birti mér.
Um leið og frú Hughes leíddi mig til sætis, sagði hún:
,,Það eru mjög sterk áhrif, sem koma með yður, herra
minn, inn í stofuna. Það er bjartur, hár og fallegur