Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Síða 14

Morgunn - 01.12.1954, Síða 14
92 MORGUNN En ekki var þrá andans að neinu meiri svölun en að því, að þetta væri satt, — að ævintýrin gerðust. Og fyrir því vildum við reyna, hvort Guð vildi vera svo góður að senda engla til okkar — sendiboða sína frá öðrum heimi — eins og til annarra, ef þetta væri satt. Barnið í oss var ekki dáið; það þráði svo ævintýrið, það þráði svo að sjá nýjan vott Guðs dásemda og það þorði í einfeldni sinni — svo umkomulaust og snautt sem það er — það þorði að koma fram fyrir Guð og hvíslaði ofur lágt: „Elskulegi faðir, lofaðu mér að sjá ævintýrið líka. Ég á það að vísu ekki skilið, ég hef ekki unnið til þess — ég hef svo oft efast, átt svo bágt með að trúa. En þú ert svo góður. Elsku faðir! lofaðu mér að sjá ævintýrið líka, lofaðu mér að sjá engil frá þér“. Svona talaði barnið í okkur. Og skynsemi hins fullorðna manns sagði: Ef Guð hefur sent engla fyrir löngu síðan inn í þennan jarðneska heim, ef englar eru til á annað borð, hve skyidi Guð þá ekki geta sent þá nú á dögum eins og áður? Er ekki Guð æfinlega hinn sami? Eru ekki þúsund ár fyrir honum sem einn dagur? Skyldi hann ekki geta gert hið sama nú sem fyrir þúsund eða tvö þúsund árum? Er ekki eins líklegt, að þeir menn segi satt, sem nú á dögum segjast hafa séð og heyrt verur frá öðr- um heimi, eins og þeir, sem lifðu fyrir tvö þúsund árum? Kæru vinir! með þessum hætti komumst vér út í ævin- týralífið hér í Tilraunafélaginu. Og óneitanlega er það ævintýralíf, svo mikið ævintýralíf, að fyrir tíu árum mundum við heldur en ekki hafa orðið hissa, ef okkur hefði verið sagt, að slíkt ætti fyrir okkur að liggja. 1 ævintýrunum veltur á ýmsu. Þar er tilbreytnin svo mikil. Þar er lagt út í svo mikið. Þess vegna komast menn þar stundum í mannraunir. Ofurlítið höfum við fundið til þess líka. En vanalega enda ævintýrin vel; og sá, sem lagt hefur út í mesta áhættuna, ber þar mest sigurlaunin heim að lokum. Svo vonum við líka, að fari í ævintýrunum okkar. Jólahátíðin heldur uppi minningunni um fegursta ævin-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.