Morgunn - 01.12.1954, Qupperneq 67
Frú Jean Thompson,
gestur S.R.F.Í.
★
12. okt. sl. kom til landsins kunnur skozkur miðill, frú
Jean Thompson, og starfaði fyrir Sálarrannsóknafélag ís-
lands um hálfs mánaðar skeið
Eins og lesendum MORGUNS er kunnugt hafði stjórn
félagsins náð samningum við frú Helen Hughes, sem nú
er einna kunnust allra enskra miðla, og var ætlunin að
frúin kæmi til landsins á þessu ári, en veikindi hömluðu
henni. Þá var leitað þess að fá annan góðan miðil, og kom
forseti S.R.F.Í. við í London á heimleið frá Norðurlöndum
í sumar og gerði samninga við frú Jean Thompson, sem þá
var stödd í London. Leitað var upplýsinga, einkum hjá
London Spiritualist Alliance, sem S.R.F.Í. hefur einkum
haft samband við og starfar á líkum leiðum. Var einkum
hent á frú Thompson. Sérstaklega vegna þess, að á síðasta
ari hafði hún verið gestur spíritistafélaga í Stokkhólmi og
Gautaborg, og hafði starf hennar þar tekizt svo vel, að hún
var samstundis ráðin til að koma þangað aftur á þessu ári.
Stjórn S.R.F.Í. og mörgu félagsfólki hafði lengi leikið
hugur á að fá hingað erlendan miðil. Enda má öllum vera
l.ióst, að mikil vandhæfni er sannanamiðli á því, að starfa
arum saman fyrir sama fólkið í heimahögum sínum Mið-
^llinn fer þá að vita svo mikið um fólkið, sem hann vinnur
fyrir, að stórlega fer að skerða sannanagildi þess, sem
fram kemur hjá honum, jafnvel þótt starf hans kunni að
vera heiðarlegt með öllu og áreiðanlegt. Fólk fer að spyrja:
Vissi miðillinn ekki flest þetta, sem af vörum hans var
sagt við mig, eða allt? Kemur þetta ekki allt úr vitund hans
sjálfs? Má ég reiða mig á þetta? Eftir því sem miðillinn
10