Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 71

Morgunn - 01.12.1954, Side 71
MORGUNN 149 fundarfólk kannaðist við. Nefnd voru 7 íslenzk nöfn á framliðnu fólki og 5 nöfn á jarðneskum mönnum, sem framliðna fólkið tjáðist vilja koma kveðju til. Atriði voru barna nefnd, sem kannast var við og voru í sambandi við ísland, Danmörk, Þýzkaland og Boston í Vesturheimi Mjög skýrt lýsti frúin atviki einu, sem kannast var við, og nefndi í því sambandi dagsetninguna 31. jan., sem var rétt. Þriðji fundurinn var haldinn kvöldið eftir, sunnudags- kvöldið 17. okt., og fór fram með svipuðu móti. Þá komu fimm nöfn á framliðnu fólki og fjögur á jarðneskum ást- vinum hinna framliðnu, sem kannast var við. Athyglis- verðust á þessum fundi mun hafa verið orðsending, sem ung kona fékk frá látinni móður sinni í sambandi við hring, sem móðirin hafði látið eftir sig, en hefur glatazt. En þar sem hér var um einkamál að ræða, og allviðkvæmt einka- uiál, verður ekki sagt frá því nánara hér. Pjórði fjöldafundurinn var haldinn fyrir félagsfólk S.R.F.I. í Sjálfstæðishúsinu, sem var troðfullt fundar- kesta, þriðjudaginn 19. okt. Var sá fundur beztur af fjölda- fundum frúarinnar. I þrjá stundarfjórðunga stóð frúin á sviðinu og lýsti með miklu fjöri og hraða fjölmörgu fram- bðnu fólki, sem fundargestir könnuðust við Hún kom með 23 íslenzk nöfn á lifandi fólki og látnu. Sagði með hverj- hætti fólkið hefði farið af jörðunni, starfi þess hér í heimi, áhugamálum þess og nokkur dæmi þess, hvernig það kéldi áfram að fylgjast með jarðnesku vinunum eftir and- látið. M. a. sagði hún frá ungum manni, sem farizt hefði vestur í New York, nefndi nafn hans, nefndi nafn Morgun- blaðsins og sagði í hvaða mánuði og hvaða ár blaðið hefði birt andlátsfregn unga mannsins. Hún lýsti ungri stúlku, sem farizt hefði í flugslysi, nefndi nafn hennar og föður- nafn, atvikin, sem lágu að því að hún fór í flugvélina í þetta sinn, og jafnvel fötum hennar, hvernig hún hefði verið klædd á ferðinni. Af þeim fjölda framliðins fólks, sem frú Thompson sagði frá þetta kvöld, var kannast við allt, nema

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.