Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 72
150
MORGUNN
einn mann. En næsta morgun hringdi til mín kona, sem
verið hafði á fundinum, og kvaðst eftir á kannast örugg-
lega við þennan mann.
Fimmta og síðasta fjöldafundinn hélt frú Thompson í
Guðspekifélagshúsinu fimmtudaginn 21. okt. Framan af
gekk fundurinn vel, en eftir hálfnaðan þann tíma, sem frú-
in varði venjulega til frásagna sinna, kvaðst hún verða að
hætta, „krafturinn“ hefði skyndilega þrotið, hún næði ekki
lengur þeim tökum á því, sem fyrir sig bæri, að hún vildi
segja frá því. Ekki er gott að fullyrða, hvað þessu olli.
Sennilega tvennt. Bæði það, að fólkið, sem hún var að tala
við og lýsa sýnum sínum fyrir, tók afar dræmt undir og
svaraði naumast, og einnig hitt, að að morgni þessa dags
hafði hún kvartað undan smálasleika, sem þó var ekki al-
varlegri en svo, að hún var búin að gefa einkafundi allan
daginn með góðum árangri.
Á þessum fundi nefndi frúin fornafn og föðurnafn
manns nokkurs, sem andaðist voveiflega á liðnu ári, og
sagði með hverjum hætti það hafði orðið. Þá lýsti hún
ungum flugmanni, sem einnig hafði farizt voveiflega, og
sagði nafn hans og kvað hann hafa verið 19 ára. Allt var
þetta rétt En ýtarlegasta og skemmtilegasta lýsing fékk
kona ein á fundinum. Frúin lýsti systur hennar látinni og
sagði nafn hennar og ennfremur nafn konunnar, sem hún
var að tala við. Hún sagði, að látna systirin hefði skilið
eftir sig á jörðunni skrifuð blöð, sem henni hefði þótt mik-
ið vænt um og hefði mikinn áhuga fyrir enn. Og þá bætti
hún við: „Systir yðar segist vera viss um, að hún gæti nú
notað hönd yðar til að skrifa með (ósjálfrátt)“. Systirin,
sem frú Thompson var að segja frá, var frú Sesselja Guð-
mundsdóttir, sú sem skrifaði fyrir tuttugu árum hið merki-
lega mál ósjálfrátt, sem leiddi til þess að bein Agnesar og
Friðriks fundust hjá Vatnsdalshólum. Frú Thompson sagði,
að Sesselja talaði um 7 systur sínar. Var það rétt. Hún
nefndi Ólaf og Vilmund, sem voru bræður hennar. Að lok-
um lýsti hún fyrir konu þessari manni hennar, sagði á