Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 38

Morgunn - 01.12.1954, Side 38
Svefntal Solveigar. ★ Nýtt Kirkjublað Þórhalls biskups Bjarnarsonar var eitt langbezta kirkjulegt tímarit, sem gefið hefur verið út á Islandi. Ritstjórinn var fjölmenntaður maður, víðsýnn og lét fátt eitt, það er til menningarauka mátti horfa, vera óviðkomandi blaði sínu. Sem málgagn kirkjunnar varð Nýtt Kirkjublað, eins og hið eldra Kirkjublað hans hafði verið, afar vinsælt í höndum hans. Meðal annars birti N. Kbl. allmargar frásagnir um dulræn efni, og voru ýms- ar þeirra hinar merkustu. Nú eru liðnir um það bil fjórir áratugir síðan N. Kbl. birti þessar sögur og eiga því fæstir menn nú aðgang að þeim. Þess vegna hefur MORGUNN fengið leyfi til að birta nokkrar þeirra. Söguna, sem hér fer á eftir, segir Þórhailur biskup sjálfur. Hún gerðist að nokkuru í æsku- heimilinu hans í Laufási við Eyjafjörð. Þórhallur biskup segir þannig frá: Dálítið efni á ég í dulræna sögu um gáfaða og guðrækna konu, sem var helming sinnar löngu ævi á heimilum afa míns og föður, og var þeim mjög kær. Sjálfur man ég sem ekki eftir henni, man bara hvar rúmið hennar stóð í gömlu baðstofunni í Laufási. Man það líklega frá láti hennar. Hún gaf mér tvævetrum fyrstu bókina, sem ég eignaðist, og var það Viðeyjarbiblían, og eru á nöfn okkar beggja. Kona þessi hét Solveig Samsonsdóttir. Ætt Solveigar kann ég ekki. Verð ég hennar fyrst var, í bókum sem geymzt hafa, fyrir innan tvítugt hjá síra Ólafi Þorleifssyni á Kvíabekk í Ólafsfirði. Er í húsvitj- unarbók mikið látið af gáfum hennar og bókvísi. Virðist hún talin fósturdóttir þeirra hjóna síra Ólafs og Katrínar dóttur Gunnars prests Hallgrímssonar í Laufási.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.