Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 45
MORGUNN
123
útum eftir að þessar kvalafullu pyndingar hófust, fann
Morrell, að hann losnaði úr tengslum við jarðneskan lík-
ama sinn, hann skynjaði, að hann stóð fyrir utan hann,
gat horft á hann, án þess að finna til hins minnsta sárs-
auka, og vaknaði með bros á vörum. Á þessum augnablik-
um lifði hann og reyndi það, er Jack London nefndi hinn
minni dauða. Einu sinni kvaðst hann hafa fundið mjög
greinilega, að einhver ósýnilegur máttur hafi haldið spenni-
treyjunni í sundur. Hann greindi ekki hinn ægilega þrýst-
ing, sem fylgdi samdrætti hennar, gat hreyft handleggi
og hendur að vild innan í henni.
Einatt kom það fyrir, meðan á pyndingunum stóð, að
hann vissi sig dvelja á fjarlægum stöðum, hann ferðaðist
um sveitina, athugaði kirkjur og sveitabýli, og stundum
saman vissi hann sig vera á gangi um strætin í San Fran-
cisco. öðru hverju vissi hann sig staddan á fjarlægum,
óbyggðum eyjum, eða á einhverjum stöðum í hitabeltinu,
og sá þar svertingja, en á næsta augnabliki brá fyrir hann
landslagi og umhverfi, sem líkara var heimahögum hans.
Tíðum sá hann viðburði vera að gerast á þeim stöðum,
sem hann var staddur á, en síðar var unnt að staðfesta, að
þeir höfðu gerzt á sama stað og sömu stundu, er hann vissi
sig skynja þá.
Frá sálrænu sjónarmiði er það merkilegast og athyglis-
verðast við reynslu Ed. Morrell’s, að allt samband hans
við umheiminn var rofið. Hann var geymdur í gluggalaus-
um kjallaraklefa, og átti ekki kost á að ræða við aðra en
hina dýrslegu kvalara sína, og honum var því ekki unnt
úð vita um neitt, sem gerðist fyrir utan veggi fangaklefa
hans. En eigi að síður voru upplýsingar hans af því, er
hann skynjaði, meðan hann dvaldi utan líkamans, réttar
°g nákvæmar, eins og auðið var að fá staðfest. Sjálfur var
hann sannfærður um, að hann hefði hvað eftir annað yfir-
gefið jarðneskan líkama sinn og ferðast um sem frjáls
ftiaður í hinum ytra heimi. Og hvernig hefði hann mátt
verða alls þessa vísari, ef svo hefði ekki verið? Hvernig