Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 39

Morgunn - 01.12.1954, Side 39
MORGUNN 117 Fram um þrítugt er Solveig á Kvíabekk. Kemst hún þar í ástarraunir og elur þar barn, og kann ég eigi frá því að segja. En búið mun hún hafa að þeim raunum. I líkræðu föður míns yfir henni er talað um ástúð hennar og frá- bærar gáfur, hve söngrödd hennar hafi verið yndislega skær, og hve mikið hún kunni af ljóðum, og svo er talað um hina „tilfinninganæmu byggingu sálar hennar og lík- ama“, og lúta þau orð helzt að því, sem hún átti við sig, fram yfir flesta aðra menn, og geymzt hefur í sög- um. Nú skálda ég í eyðuna, að Solveig hafi úr Ólafsfirði far- ið af atvikum þeim, sem á var drepið, og þá var bezt séð fyrir henni með því að koma henni til mága og vinafólks- ins í Laufási. En fremur stutt mun hún hafa verið þar þá. Um þær mundir gerist síra Halldór Björnsson, afi minn, aðstoðarprestur síra Gunnars Hallgrímssonar, og fær hann nokkurn hluta staðarins til ábúðar 1821, en árið eftir fór hann búferlum að Skarði í Laufássókn og fer Solveig með þeim hjónum þangað og verður barnfóstra föður míns. Hún fer svo að Eyjadalsá með síra Halldóri, og er óslitið í heimili hans fast að því 30 ár. En ekki fer hún með hon- Um norður að Sauðanesi, og er hún þá um hríð í Víðikeri í Bárðardal hjá Þorkeli bónda Vernharðssyni, og kenndi hún syni hans að stafa, síra Jóhanni dómkirkjupresti. Upp úr því að faðir minn fær Laufás og fer að búa þar, flytur hún til hans. Hjá honum andast hún svo, vorið 1860, og er hún þá um sjötugt. Þau hafa hjálpað mér til að rifja upp sögurnar um Sol- veigu, frú Kristjana Hafstein og síra Guðmundur frá Reyk- holti. Honum sagði faðir minn, en móðir mín sagði mér. Allar snúast sögurnar um svefntal Solveigar. Hún tal- aði við menn í svefni alllengi í einu með fullri skynsemd. Það var öllum ljóst, að eigi var þar um uppgerð eða leik uð ræða af hennar hálfu. Átti hún ýmist sjálf upptökin að samtalinu, eða hún tók undir, þegar á hana var yrt. Róm- urinn var skýr og seinn, en það kom fram hjá henni, að

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.