Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 80

Morgunn - 01.12.1954, Side 80
158 MORGUNN Mér var óðara ljóst, að þessi kona mundi vera frú Ingi- björg ögmundsdóttir, símstjóri í Hafnarfirði. Ég hef spurt hana um fundinn, og hún skrifaði mér: „Ég átti að koma kl. 11, en kom nokkuru fyrr og beið meðan frúin var að ljúka fundi fyrir karimann, sem var inni hjá henni. Þegar er hann var farinn vildi hún óðara taka á móti mér. Hún heilsaði mér mjög glaðlega og sagði, og hló við: Ég var að lýsa yður hjá manninum, sem var hérna rétt áðan, það sé ég núna, þegar þér komið. Síðan bauð hún mér að setjast andspænis sér og spurði, hvort ég vildi ekki lána henni hringinn minn, og rétti ég henni giftingarhringinn minn. Innan augnabliks segir hún: „Margrét systir yðar er hérna og móðir yðar“. Ég kannaðist við þetta, því að ég kallaði móðursystur mína alltaf Margréti systur. Síðan hélt hún áfram: „Hér eru tveir ungir menn, sem hafa drukknað. Ég get ekki borið fram nafnið á öðrum, en hinn heitir EINAR. Þeir eru góðir vinir, eins góðir og hægt er að vera, því að meira er ekki hægt að gera en að gefa líf sitt fyrir vin sinn. Hinn ungi maðurinn heitir S-T-E-I-N-D-Ó-R (frúin stafaði nafnið). Hann er með dagblað í höndunum. Það hefur verið skrifað um þá í blaðinu, þegar þeir drukknuðu. Hann sýnir mér dagblaðið og segir, að það sé ekki af hreykni, að hann minni á þetta, heldur sem sönnunargagn. Þér þekkið líka fjölskyldu Einars?" Mér þótti þetta afar merkilegt. Steindór bróðursonur minn og Einar vinur hans drukknuðu fyrir nokkurum ár- um, og var annar að reyna að bjarga hinum. Og f jölskyldu Einars þekki ég vel. Frú Thompson hélt áfram: „Hér eru líka tveir bræður yðar og hafa báðir drukknað, annar frá öðru landi, en hinn hér“. Ég játti þessu fljótlega. Annar bróðir minn drukknaði af skipi héðan og hinn af skipi frá Vesturheimi, amerísku skipi. Frúin hélt áfram: „Faðir yðar er hérna. Var hann prófessor?“ Ég neitaði því. „Hann var kennari, skólastjóri. (Rétt.) Hann kenndi landafræði og honum

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.