Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 55
MORGUNN
133
inn. Deyjandi vinur minn, sem ég sat hjá, sagði hvað eftir
annað, svo að segja milli andvarpanna: ,,Ó, hve ununar-
fullt það er, að sjá inn um hliðið“. Og það var eins og hann
væri að fara inn til einhvers ósegjanlegs fagnaðar. Hvað
eftir annað talaði hann um blóm, sem hann sæi.
Systir mín komst í opinn dauðann af lungnabólgu. Hún
sagði mér síðar, að hún hefði heyrt, að sér væri ekki hug-
að líf. En sér hefði verið ómögulegt að skilja sorg þeirra,
sem stóðu við dánarbeðinn, því að sjálf hefði hún verið
eins og þrungin ólýsanlegri sælukennd, og undursamleg
tónlist hefði hljómað í eyrum sínum. Loks kvaðst hún hafa
heyrt einhvern við „dánarbeðinn“ segja: „Henni ætlar að
batna“. Og hún sagðist hafa fundið til sárra vonbrigða
yfir að vera kölluð frá þessari miklu sælu. Þegar batinn
fór að koma, þá fór mér að líða illa, sagði hún. Hún sagði
mér, að hún hefði horft á ástvini sína með dapurlegu
brosi, eins og til að segja: „Þið getið kallað þetta bata, ef
þið viljið, en þetta er raunaleg tilvera hjá tilverunni, sem
ég var nærri horfin til“. Ég er auðvitað ekki að fullyrða,
að þarna hafi í bókstaflegum skilningi verið um „hlið
himnaríkis" að ræða eða raunverulega tónlist, en um áhrif,
sem vöktu slíkar skynjanir. Ég skal ekki lengja mál mitt
með mörgum slíkum frásögum, en frá tveim atvikum ætla
ég enn að segja.
Kunnur blaðamaður, hr. W. C. Edgar, reit grein í blaðið
Spectator, 11. febr. 1928, og kallaði greinina „Ævintýrið
að deyja“. Hann segir frá því, að honum hafi verið ráðið
til þess að leggja sig undir vafasaman uppskurð við krabba-
meini, þótt hann vissi ekki betur þá en að sér liði ágæt-
iega. Hann var hvorki þreyttur á líkama né sál, þegar hann
fór á skurðarborðið. Hann var deyfður á nokkurum hluta
iíkamans, og þar sem hann lá á skurðarborðinu, sagði hann
við sjálfan sig: „Þetta er mjög merkilegur viðburður, og
hér ætla ég að hafa stjórnina sjálfur. Nú liggur leið mín
niður í hinn nafntogaða „skuggadal dauðans“, og fáir hafa
snúið þaðan aftur til að segja sögu sína. Ég hef fulla rænu,