Morgunn - 01.12.1954, Page 54
132
MORGUNN
beð“. Þetta var viturleg athugasemd, því að enginn getur
gert sér fullkomna hugmynd um lífið, nema hann setji
sjálfan sig andspænis dauðanum, einni örðugustu stað-
reynd lífsins.
Þess vegna vil ég nú leiða lesandann að dyrum dauðans.
Ég vænti þess, að mér vinnist síðar tími til að skrifa um
framhaldslífið, ódauðleikann, en nemum staðar við þetta
fyrst: Hversu fáir eru ekki þeir, sem geta hugsað um
hinztu ferðina sem fagnaðarríka ferð ? Hugsunin um hinn
ægilega dal dauðans varnar þeim þess. Jafnvel skáldið
Bunyan óttaðist dauðann og nefndi hann hið „ógnþrungna,
mikla myrkur“. Ég hef átt trúnað svo margra manna, sem
hafa verið hugrakkir í alls konar þjáningum, en óttast
dauðann, að mig langar til að flytja þeim nokkrar gleði-
legar fregnir.
Við skulum safna saman sönnunargögnum. Það er skyn-
samlegt í öllum efnum að safna saman öllum hugsanlegum
sönnunargögnum. Þau verða síðan bezti grundvöllurinn
að niðurstöðunum, hverjar sem þær kunna að verða.
Fyrst ætla ég að koma með minn eigin vitnisburð, vegna
þess að hann er þýðingarminnstur. I um það bil tuttugu
ár var ég herprestur og sá tugi manna deyja, en aldrei sá
ég dauðastundina markaða ógnum eða kvíða. Hún var
ávallt fagurt augnablik og friðsælt. Ég hef spurt tugi
lækna og presta um þetta, og allir hafa þeir sagt mér hið
sama úr reynslu sinni. Auðvitað hlýtur öllum að vera ljóst,
að langoftast er meðvitundarleysið komið á undan and-
látinu. En þegar manneskja heldur enn fullri meðvitund
í andlátinu er aðdáanlegt að sjá, að dauðinn er undursam-
leg reynsla, þótt við höfum um langan aldur verið blekkt
með því að láta segja okkur hið gagnstæða. Sjálfur hef ég
séð fólk deyja, sem vikum saman hafði ekki getáð lyft höfð-
inu frá koddanum, en settist upp í rúmi sínu á viðslciln-
aðarstundinni og teygði fram hendurnar með ósegjanlegu
fagnaðarbrosi á* andlitinu. Og á dauðastundinni hef ég
þrásinnis heyrt fólk hvísla nafni vinar, sem áður var lát-