Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 46

Morgunn - 01.12.1954, Side 46
124 M 0 R G U N N væri unnt að skýra þessa furðulegu reynslu hans á ann- an veg? Fjögur ár liðu, þar til Morrell hlaut fullt frelsi, en mán- uði þá, er hann naut mannúðlegrar meðferðar í fangavist sinni, leitaðist hann iðulega við að fá yfirgefið jarðneskan líkama sinn og fá notið sömu reynslu og áður utan veggja fangelsisins, en honum tókst það aldrei, hvernig sem hann reyndi til þess. Þessi furðulega og dásamlega reynsla hans sýnist hafa verið veitt honum á stórfelldustu þjáninga- stundum ævi hans, þegar öll sund virtust vera lokuð. „The Phenomena of Astral Projection“, 1953, eftir S. Muldoon & H. Carrington. Einar Loftsson þýddi. ★ Frú J. H. Conant (1831—1875) var mikils metin fyrir miðilsstarf sitt í Vesturheimi. Fyrir örláta gjöf auðmanns nokkurs hélt hún ókeypis miðilsfundi þrisvar í viku í Boston 17 síðustu ár ævi sinnar. Hún hélt því fram, að meðan hún væri í transi, ferðaðist sál hennar víða. Tvífari henn- ar, eða andalíkami, kom þrásinnis fram á fundum hjá öðrum miðlum í mikilli fjarlægð og birtist einu sinni sannanlega fjarlægum vini. Hún skrifaði ósjálfrátt, og í transi talaði hún mörg tungumál, sem hún kunni annars ekkert í, einkum indverskar mállýzkur. Allan Put- nam reit ýtarlega um miðilsgáfu hennar í bók sinni, Flashes of Light from the Spirit World, og hann reit ævisögu hennar, Biography of Mrs. J. H. Conant.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.