Morgunn - 01.12.1954, Síða 41
MORGUNN
119
fór hún að umla eða aungla (sem við köllum fyrir norðan)
í svefninum, og öll gleðin var farin yfir Tistransrímum,
og hún þagnaði.
Einkennileg meðvitund kom fram hjá henni sem í dá-
svefni miðla. Kann ég að fara með tvö slík atvik og er ann-
að merkilegt, en mun eigi vera ókunnugt frá sálfræðis-
rannsóknum. Söguheimildum ber þar öllum saman:
Það mun hafa verið á Skarði í Dalsmynni vor eða fyrri
hluta sumars. Hart var orðið manna á milli og engin lcom-
in siglingin. Þá sigldi skip inn Eyjafjörð. Strax er brugðið
við. Farið sjóveg í kaupstaðinn. Solveig er í bátnum. Hún
fær sér lúr og fer að andvarpa í svefninum, og svo kallar
hún upp: „Æ, þetta er þá ólukkans Flandrari!“ (ekki
kaupskip eins og menn héldu). Reyndist það satt.
Hin sagan gerist á Eyjadalsá. Solveig las dönsku, og
hafði hún spurt það, að til væri á einhverjum bæ í dalnum
dönsk bók um Dyveke, og langaði hana mikið til að lesa
bókina — og geta menn skilið það, eftir því sem á dagana
hafði drifið fyrir sjálfri henni. Nokkrum sinnum hafði
Solveig beðið síra Halldór að ná í bókina, en það jafnan
gleymzt, og var hún hætt að tala um það. En samt verður
nú af því að síra Halldór minnist þessa í einhverri sóknar-
ferð og kemur heim með bókina í vasanum. Solveig er þá
í svefni. Ekki getur síra Halldór þess að hann hafi bókina,
en þegar hann er kominn í baðstofuna og heilsar, þá ókyrr-
ist Solveig í svefninum og segir með mikilli gleði í raust-
inni: „Nei, ertu þá komin!“ Og svo fer hún að þylja dönsku
upp úr sér með sínum íslenzka framburði. Síra Halldór
skilur, að það muni vera eitthvað úr Dyveke-sögunni, og
tekur kverið úr vasa sínum og finnur staðinn, sem Solveig
er að fara með. Hún les þar með aftur augun í fasta svefni
kafla úr bókinni. Um það ber okkur öllum saman, að svona
heyrðum við frá sagt, og ekki hafði Solveig áður séð þessa
bók eða heyrt farið með kafla úr henni.
Og það var þessi þráða bók, sem hún ávarpar með orð-
unum: „Nei, ertu þá komin!“