Morgunn - 01.12.1954, Page 64
142
MORGUNN
Þar á ég ekki við sönnunina, sem fólgin er í upprisu
hans, því að það er ekki víst, að rétt sé að álykta, að það,
sem kom fram í lífi svo einstæðs persónuleika, komi einn-
ig fram í lífi okkar, þótt líklegt sé. Mannleg vera hefur
brotið niður múrvegginn mikla milli lífs og dauða. Þetta
er geysilega máttugt sönnunargagn, en ekki nægilegt til
að sanna ódauðleika okkar. En sterkasta sönnunargagnið
er fólgið í því, hve Jesús sjálfur var öruggur í þessum efn-
um. Hann er svo öruggur, ódauðleikinn er honum svo sjálf-
sagður, að hann gerir enga tilraun til að sanna hann. En
hann gerir það, sem er miklu meira sannfærandi. Hann
tekur ódauðleikann eins og sjálfsagðan hlut. Af mörgum
dæmum ætla ég aðeins að taka eitt. Á dauðastundinni hang-
ir deyjandi illvirki á krossi við hliðina á krossi hans. Deyj-
andi illvirki. Ekki einhver viðurkenndur ágætismaður, sem
eðlilegt væri að hugsa sér að hljóta skyldi umbun fyrir
fagurt líf. Og þessi vesalingur hrópar til Jesú, án þess að
vita til fulls, hvað hann er að segja eða biðja um: „Herra,
minnztu mín, þegar þú kemur í ríki þitt“. Athugum and-
svar Jesú: „I dag skaltu vera með mér í paradís“ (í heimi
andanna). Hér er ekki verið að rökræða neitt. Hér er ekki
verið að segja: ef þú vilt vera góður og iðrast, skaltu fara
inn í himnaríki. Jesús segir ekki: Ég vona, að þú lifir.
Hann segir: „f dag skaltu . . .“. Ef Jesús hefði ekki verið
algerlega öruggur, hefði hann sagt: Ég vona, að við hitt-
umst aftur. Eða: Ég trúi því, að við förum inn í annað líf.
Hann vissi, hvað hann var að segja.
En nú kann efasemdamaðurinn að spyrja: Hvernig vissi
hann það? Gleymdu um sinn allri guðfræði þinni um per-
sónu Jesú Krists og horfðu þannig á hana stundarkorn
Við hugsum okkur, að við stæðum báðir, lesandinn og ég,
með málaranum Turner fyrir framan málverk eftir hann.
Turner væri að gagnrýna myndina: „Jú, í rauninni er þetta
ágæt mynd, en þó er þarr.a lína, sem er of sterkt dregin,
og þarna önnur, sem ekki er alveg sönn“. Þú snýr þér að
mér og segir: „En hvernig veit Turner þetta?“ Og ég svara