Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 64

Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 64
142 MORGUNN Þar á ég ekki við sönnunina, sem fólgin er í upprisu hans, því að það er ekki víst, að rétt sé að álykta, að það, sem kom fram í lífi svo einstæðs persónuleika, komi einn- ig fram í lífi okkar, þótt líklegt sé. Mannleg vera hefur brotið niður múrvegginn mikla milli lífs og dauða. Þetta er geysilega máttugt sönnunargagn, en ekki nægilegt til að sanna ódauðleika okkar. En sterkasta sönnunargagnið er fólgið í því, hve Jesús sjálfur var öruggur í þessum efn- um. Hann er svo öruggur, ódauðleikinn er honum svo sjálf- sagður, að hann gerir enga tilraun til að sanna hann. En hann gerir það, sem er miklu meira sannfærandi. Hann tekur ódauðleikann eins og sjálfsagðan hlut. Af mörgum dæmum ætla ég aðeins að taka eitt. Á dauðastundinni hang- ir deyjandi illvirki á krossi við hliðina á krossi hans. Deyj- andi illvirki. Ekki einhver viðurkenndur ágætismaður, sem eðlilegt væri að hugsa sér að hljóta skyldi umbun fyrir fagurt líf. Og þessi vesalingur hrópar til Jesú, án þess að vita til fulls, hvað hann er að segja eða biðja um: „Herra, minnztu mín, þegar þú kemur í ríki þitt“. Athugum and- svar Jesú: „I dag skaltu vera með mér í paradís“ (í heimi andanna). Hér er ekki verið að rökræða neitt. Hér er ekki verið að segja: ef þú vilt vera góður og iðrast, skaltu fara inn í himnaríki. Jesús segir ekki: Ég vona, að þú lifir. Hann segir: „f dag skaltu . . .“. Ef Jesús hefði ekki verið algerlega öruggur, hefði hann sagt: Ég vona, að við hitt- umst aftur. Eða: Ég trúi því, að við förum inn í annað líf. Hann vissi, hvað hann var að segja. En nú kann efasemdamaðurinn að spyrja: Hvernig vissi hann það? Gleymdu um sinn allri guðfræði þinni um per- sónu Jesú Krists og horfðu þannig á hana stundarkorn Við hugsum okkur, að við stæðum báðir, lesandinn og ég, með málaranum Turner fyrir framan málverk eftir hann. Turner væri að gagnrýna myndina: „Jú, í rauninni er þetta ágæt mynd, en þó er þarr.a lína, sem er of sterkt dregin, og þarna önnur, sem ekki er alveg sönn“. Þú snýr þér að mér og segir: „En hvernig veit Turner þetta?“ Og ég svara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.