Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 22

Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 22
100 M 0 R G U N N af þeim hæfileika, sem til þess útheimtist, að geta séð engla frá himni. Sjálfsagt hafa ýmsir af ykkur reynt það í æsku, að vera fjárhirðar. Ég hef reynt það og mér þykir mjög vænt um það starf síðan. Ég reyndi líka aðeins það bezta af því; ég var sumarsmali. Og sumardagarnir, sem ég sat yfir, eru einhverjir allra sólríkustu dagarnir í lífi mínu. Ég sat oftast yfir inni á fjöllum, og þar er sólskinið mikið, þegar íslenzk heiðríkja er í almætti sínu. Þar var ég aleinn og hljóður dag eftir dag — oft þó með annan dreng með mér — og starði upp í þetta ómælanlega djúp himinblám- ans. Þá lukust augu mín upp fyrir dýrð náttúrunnar. Og þar var fyrsti grundvöllurinn lagður til þess, að ég lærði að unna þessu máli, því að þar varð ég þess var, hvílíkan fögnuð það vekur sálinni að hafa mikið og fagurt útsýni. En enn minnistæðari eru mér þó sumamætumar, sem ég sat yfir. Þá var ég kominn um fermingu, og þá var ég jafnan einn. Ég man eftir því, hve hljótt varð um lágnætt- ið. Þá sat ég yfir niðri í byggð, vanalegast rétt undir fjall- inu. Þótt ekki yrði dimmt um lágnættið, þá færðist þó ein- hver hula yfir allt. Og einhver alvara, sem eitthvað átti skylt við geig, greip huga minn. Þá kúrði ég mig vanalega niður undir einhverjum hrísrunninum. Og allar ærnar lágu og jórtruðu í næturkyrrðinni. Og loftið varð svalara, og köld og vot döggin færðist yfir jörðina. En sú breyting, þegar lágnættið var liðið hjá og sólin færðist aftur upp á himininn! Aldrei hefur mér fundizt náttúran brosa eins og þá, og aldrei sýndist mér átthagar mínir eins dýrlegir og þá. Og hve það var fagurt að líta ofan í grasið og sjá þar daggperlur á hverju strái og á hverju blómi. Hve notalega fögnúðurinn rann inn í barns- sálina með morgunsárinu, hve þessi geigkennda tilfinning hvarf fyrir vermandi sólargeislunum! Og þegar fór að nálgast undir miðjan morgun, hafði mér verið leyft að láta ærnar renna heim undir túnið, og þá fór ég heim að bæn- um. Og það er mér þó minnistæðast af öllu, hve mér þótti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.