Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 22

Morgunn - 01.12.1954, Page 22
100 M 0 R G U N N af þeim hæfileika, sem til þess útheimtist, að geta séð engla frá himni. Sjálfsagt hafa ýmsir af ykkur reynt það í æsku, að vera fjárhirðar. Ég hef reynt það og mér þykir mjög vænt um það starf síðan. Ég reyndi líka aðeins það bezta af því; ég var sumarsmali. Og sumardagarnir, sem ég sat yfir, eru einhverjir allra sólríkustu dagarnir í lífi mínu. Ég sat oftast yfir inni á fjöllum, og þar er sólskinið mikið, þegar íslenzk heiðríkja er í almætti sínu. Þar var ég aleinn og hljóður dag eftir dag — oft þó með annan dreng með mér — og starði upp í þetta ómælanlega djúp himinblám- ans. Þá lukust augu mín upp fyrir dýrð náttúrunnar. Og þar var fyrsti grundvöllurinn lagður til þess, að ég lærði að unna þessu máli, því að þar varð ég þess var, hvílíkan fögnuð það vekur sálinni að hafa mikið og fagurt útsýni. En enn minnistæðari eru mér þó sumamætumar, sem ég sat yfir. Þá var ég kominn um fermingu, og þá var ég jafnan einn. Ég man eftir því, hve hljótt varð um lágnætt- ið. Þá sat ég yfir niðri í byggð, vanalegast rétt undir fjall- inu. Þótt ekki yrði dimmt um lágnættið, þá færðist þó ein- hver hula yfir allt. Og einhver alvara, sem eitthvað átti skylt við geig, greip huga minn. Þá kúrði ég mig vanalega niður undir einhverjum hrísrunninum. Og allar ærnar lágu og jórtruðu í næturkyrrðinni. Og loftið varð svalara, og köld og vot döggin færðist yfir jörðina. En sú breyting, þegar lágnættið var liðið hjá og sólin færðist aftur upp á himininn! Aldrei hefur mér fundizt náttúran brosa eins og þá, og aldrei sýndist mér átthagar mínir eins dýrlegir og þá. Og hve það var fagurt að líta ofan í grasið og sjá þar daggperlur á hverju strái og á hverju blómi. Hve notalega fögnúðurinn rann inn í barns- sálina með morgunsárinu, hve þessi geigkennda tilfinning hvarf fyrir vermandi sólargeislunum! Og þegar fór að nálgast undir miðjan morgun, hafði mér verið leyft að láta ærnar renna heim undir túnið, og þá fór ég heim að bæn- um. Og það er mér þó minnistæðast af öllu, hve mér þótti

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.