Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 56

Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 56
134 MORGUNN meðvitund mín er ljós, því að ég hef ekki verið svæfður. Ég get ályktað, séð og heyrt greinilega, og ég ætla að halda því til endalokanna. Ég ætla að setja rækilega á mig hvert einasta atriði í þessu ævintýri, og svo ætla ég að skrifa um það síðar nákvæmlega". Því næst fer hann að lýsa því, hvernig lífið hafi til skiptis eins og verið að koma og fjara út, og hann segir: „Svo gersamlega sannfærður, að enginn skuggi efans var til í mér, varð ég um það, að lífskjarninn í mér væri ódrepandi, og að hvað sem kynni að verða um líkamann, myndi lífskjarninn í mér halda áfram að lifa, og myndi reynast ódrepandi“. Þá kemur hann með enn undraverðari staðhæfingu. Hann segir, að með sér hafi reynzt sterkari löngun til að hverfa inn í hið óþekkta, en til að hverfa aftur til lífsins. Aðeins endurminningin um fjölskyldu hans og vini og hollusta hans við lækninn, sem var að gera sitt bezta fyrir hann, vöktu honum vold- uga ósk um að halda áfram að lifa á jörðunni. Læknirinn sagði honum síðar, að hjarta hans hefði ætlað að gefast upp, meðan á skurðaðgerðinni stóð, og að nokkurum sinn- um hefði hann haldið, að hann væri að deyja. Þeir álykt- uðu báðir, læknirinn og blaðamaðurinn, eftir á, að þessi bilun hjartans hefði fyrst vakið löngun sjúklingsins til að deyja og síðan löngun hans til að lifa áfram hér. Hann segir: „Hin algera vissa um, að dauðinn væri ekki enda- lok, heldur upphaf að nýju lífi, var allsráðandi í huga mín- um“. Og hann segir annað, sem við skulum gefa gaum: „Þótt ég hefði lifað gersamlega flekklausu lífi, sem ég hafði engan veginn lifað, hefði ég ekki getað fundið til minni iðrunar en ég gerði þarna í dauðanum. Ég fann ekki til neinnar iðrunar yfir glötuðum tækifærum í lífi mínu, ekki rifjaðist upp fyrir mér nokkur mynd af liðinni ævi minni, ég hugsaði enga hugsun um umbun eða refsingu, ég fann aðeins til ósegjanlegrar rósemi og friðar og fann, að ég var falinn umsjá óendanlega góðs valds, sem bar umhyggju fyrir mér og mundi vernda mig frá öllu illu, valds, sem stjórnaðist af góðleika og miskunnsemi. öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.