Morgunn - 01.12.1954, Qupperneq 24
Einar Loftsson,
látinn.
★
I þakklátri minningu munu margir lesendur MORG-
UNS og félagar S.R.F.I. hugsa með hlýleika og söknuði
um Einar Loftsson kennara, en hann andaðist í sjúkrahúsi
í Reykjavík eftir erfitt sjúkdómsstríð 13. ágúst sl.
Hann var fæddur að Vatnsnesi í Grímsnesi 5. júní 1890
af góðu bændafólki. Var faðir hans mikill greindar- og
atorkumaður og móðir hans skörungur til búskapar. Um
uppruna sinn og æskuár var Einar Loftsson fámáll, jafn-
vel við nánustu vini sína, en um þau efni má fá nokkrar
upplýsingar í erindum, sem prentuð voru í tveim síðustu
heftum MORGUNS og segja frá merkilegum miðilsfund-
um, er hann sat með brezkum miðli í London í fyrrasum-
ar. Síðara erindið gat hann ekki flutt sjálfur á fundi í
S.R.F.I., var þá orðinn svo sjúkur, að hann treystist ekki
til þess, en fól öðrum að flytja það fyrir sig, og gekk sjálf-
ur æðrulaust gegn þeim þjáningum, sem hann grunaði þá
þegar að væru banamein sitt.
Sem barn var hann dulur og fáskiptinn, en svo var hann
til æviloka. Hann bar snemma í brjósti mikla menntaþrá,
enda var hann gæddur ágætum námsgáfum. Um langskóla-
nám var ekki að tala, en ungur hélt hann að heiman og
settist í Kennaraskólann og lauk þaðan ágætu prófi að-
eins 19 ára gamall. Þá tók hann að leggja fyrir sig barna-
kennslu, sem hann stundaði til ársins 1953, er hann fékk
lausn frá störfum sakir vanheilsu.
Þegar í æsku voru andlegu málin Einari Loftssyni mikið
hugðarefni, og þess vegna lét hann að óskum vina sinna,
meðan hann var barnakennari á Eskifirði, að taka að sér