Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 52
130
MORGUNN
rænt nafn á allsherjareyðingunni, eins og nútíma biblíu-
rannsóknir hafa leitt í ljós. Það gæti ekki verið í mótsögn
við allt, sem biblían segir um ástand framliðinna.
En í deilunni um norsku vítiskenninguna var sáralítið
minnzt á biblíuna. Jafnvel prestarnir, sem tóku til máls,
báru sjaldan fyrir sig Guðs orð. Orðasenna þeirra snérist
að mestu leyti um, hvernig bæri að skilja kennisetningar
Níkeujátningarinnar og Ágsborgarjátningarinnar. En
hvorir tveggja, klerkarnir og mótstöðumenn þeirra, hefðu
getað borið mikið úr býtum með því að skoða einfaldlega
það, sem biblían segir um deilumál þeirra. Ef þeir hefðu
lagt það á sig, hefðu þeir komizt að raun um, að Noregur
þurfti ekki að nema helvíti úr lögum, með því að það hefur
aldrei verið til, þ. e. a. s. aldrei, nema í ímyndun trúmála-
leiðtoga, sem voru á villigötum.
J. A. þýddi.
★
Verndareng-ill Sókratesar.
★
í varnarræöunni hefur Xenophon þessi urnmæli eftir Sókratesi:
„Ég hef heyrt þessa spádómsrödd alla ævi, og henni er vissulega
betur treystandi en þeim spádómum, sem menn eru að reyna að lesa
úr flugi fugla og innyflum þeirra. Ég kalla þetta guð eða daimon.
Ég hef sagt vinum mínum frá aðvörunum, sem röddin hefur birt
mér, og fram til þessa dags hefur röddin aldrei brugðizt mér“.
Plató lætur Sókrates segja: „Fyrir guðanna náð hefur hálfguðleg
vera fylgt mér frá barnæsku. Oðru hvoru hef ég heyrt rödd hennar.
Hún hefur stundum haft mig ofan af því, sem ég ætlaði að gera, en
aldrei leiðbeint mér um það, sem ég ætti að gera“.