Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 12
90 MORGUNN inn, sem til þeirra kom og við þá talaði — sagan um her- sveitirnar himnesku, er lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönn- unum“. Ekkert ævintýrið var furðulegra en þetta. í engu var tilbreytnin meiri. Sum hin voru ef til vill stórfelldari, en jafnframt nokkuð ægileg. En yfir þessu var einhver undur- samleg heiðríkja, hvort tveggja í senn: tignarleg alvara og barnsleg blíða. Og svo var eitt allra merkilegast við þetta ævintýr. Mamma sagði, að þetta hefði við borið í raun og veru. Þetta væri sönn saga. Á þeim árunum veitist erfitt að greina sundur sannreyndir og ímyndanir. Og víst er um það, að ekki var neinn örðugleiki fyrir barnssálina að trúa þessu sem sannri sögu. 'Ég vona, að enginn misskilji mig. Þegar ég nefni frá- sögu þessa ævintýr, er ég ekki að neita því, að hún hafi gerzt, heldur geri ég það til þess að benda á, að hún er svo einstök í sinni röð, viðburðirnir, sem þar er sagt frá, svo óvanalegir, að barnssálinni verður eðlilegt að telja hana með þeim flokkinum, þótt hún trúi því að frásagan sé sönn saga. Barnið heyrir talað um engla, en það sér þá ekki; og þegar það spyr þá fullorðnu, hvort þeir hafi nokkurn tíma séð engla, þá fær það alltaf sama svarið: „Nei — þeir sjást ekki nú á tímum; þeir sáust fyrir löngu, löngu, löngu — þeir sáust þegar Jesús fæddist, og englar komu til hans. En það er svo afar langt síðan“. „Sjást þeir þá aldrei núna?“ spyr barnið. Og svarið verður aftur ,,nei“. Og barninu finnst undarlegt, að Guð skuli ekki eins senda engla til mannanna nú á tímum eins og fyrir löngu, löngu síðan. Nú fá börnin aðeins að sjá engla á myndum, eink- um í ævintýrabókum. Það er því ekki neitt undarlegt, þótt sagan þessi haldi sig í huga vorum innan um ævintýrin. Hún er ævintýralegasti viðburður mannkynssögunnar, sem við þekkjum. Og hún hrífur hugann með sama töfra- mættinum og fegurstu ævintýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.