Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 66

Morgunn - 01.12.1954, Side 66
144 MORGUNN segir? Hverjum má trúa þar, ef honum er ekki trúandi? Fullkominn maður getur þekkt Guð og treyst honum. Sumir okkar hafa hugsað, hugsað og hugsað og fundið okkur knúða til þeirrar ályktunar, að augun, sem á hin- um ógnþrungna degi litu í samúð og elsku til deyjandi ill- virkjans á krossinum, hafi verið augu Guðs, og að hvenær sem meistarinn talar um sérefni sitt: trúna, hafi hann opinberað hin eilífu sannindi Guðs. Hann gat ekki sagt okkur mikið. Það var ekki svo mik- ið, sem við gátum skilið. Við erum heimsk, við erum blind, og hver sýn, sem oss birtist, er vafin þoku syndarinnar. En Kristur leggur svalandi hönd á brennheita sál, kvalinn líkama og truflaðan heila. Hann hvíslar að oss, að Guð sé kærleikur, að rödd hans blekki oss aldrei, hún flytji oss aldrei falska huggun, boði oss aldrei blekkjandi bjartsýni, beri aldrei neina blekkjandi lygi. Sjálfur hefur hann reynt dauðann og numið þyngstu lexíurnar í skóla jarðneskra þjáninga. Hann getur ekki sagt okkur mikið, við gætum ekki borið það. En þegar hann segir okkur, að lokamark lífsins sé kærleikur, þá trúum við honum, því að sannleik- urinn er andrúmsloftið, sem sál hans lifir og hrærist í. „Ef þetta væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt yður það“, segir hann. Vinur minn, vertu hugglaður! Þegar löngum degi þín- um lýkur, muntu ganga í ilmi þrungnu rökkri í gegnum hinzta dalinn. Og þú munt ekki ganga einn, því að hann, ástvinur allra manna, hefur heitið því með orði sínu að vera með þér. Og þegar þú hefur gengið dalinn á enda, fullan af rósemi og kyrrð, þá muntu greina í gegnum skóg- inn geisla frá ljósum hins nýja heimkynnis. Og eitthvert kvöldið verða tendruð fyrir þig ljóskerin í heimkynninu, þar sem þú átt að hefja lífið að nýju. Og þegar þú nálgast húsið, muntu heyra hljóðfæraslátt og dans, eins og sonur- inn í dæmisögu Jesú, sem var að koma heim. Jón Auðuns þýddi.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.