Morgunn - 01.12.1954, Síða 48
126
MORGUNN
ykkar eða í helvíti að morgni ?“ „Þið vitið, að ef þið dettið
dauðir niður á gólfið á þessu augnabliki, dettið þið beint
niður til helvítis!“
Hann talaði þessum orðum í guðsþjónustu, sem var út-
varpað frá meginstöðvum norska heimatrúboðsins 25. jan.
1953. Þessi fæða er framreidd á hverri samkomu vakn-
ingaprédikaranna og þennan boðskap hefur hinn rétttrú-
aði prófessor Hallesby flutt á langri ævi. En hitt var óvænt
að láta útvarpið flytja þessar helvítisógnanir. Norðmenn
hrukku við.
Blöðin fylltust af gremjufullum mótmælum. Vitnað var
í bók, sem sálsýkifræðingur hafði ritað um geðtruflanir,
þar sem hann segir: „Vítisprédikarar eru geðsjúkir----.
Þeir eru haldnir kvalarabrjálæði og þeir eru manna leikn-
astir í því“. Dagbladet í Osló, sem ekki er vinveitt prest-
um, átti blaðaviðtal við dómprófastinn í Osló, J. Ö. Diet-
richson, sem sagði: „Þróuninni er það langt komið, að vér
getum ekki lengur prédikað helvíti með eilífum kvölum í
líkamlegum skilningi“. Það er þannig ljóst, að helvíti hefur
tekið nokkurum breytingum í vitund sumra frjálslyndra
presta!
Sérfræðingurinn í fornegypzkum fræðum, Peter Ben-
dow, fór að skýra grundvöll málsins, og hann benti á aðra
breytingu, sem varð í fornöldinni. Upprunalega kenndu
egypzku trúarbrögðin ekkert um nokkurn kvalastað fram-
liðinna, en prestarnir sáu síðar um það, að farið var að
prédika slíkan stað. Markmið þeirra var augljóst: þeir
þurftu að hræða fólkið sjálfum sér til efnalegra hagsbóta!
Biskup er „sýknaður". Þá gerðist það næst, að norskur
biskup hleypti hita í málið. Sex dögum síðar en próf. Halles-
by hafði útvarpað vítisógnunum sínum birti Schelderup
Hamar-biskup þá yfirlýsingu í opinberu blaði, að erfi-
kenningin um helvíti væri mjög vafasöm. Hann sagði:
„Hinn biblíulegi grundvöllur þessarar kenningar er mjög
hæpinn, og það er víst, að hún á hvorki í kristindómi né
gyðingdómi uppruna sinn . . . Hún barst inn í síðgyðing-