Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 11
Hverjir urðu fyrir valinu?
Ræða flutt í Tilraunafélaginu á jóladag 1907.
Eftir HaralcL Níelsson.
★
MORGNI er mikil ánægja að birta lesendum sínum þessa jóla-
prédikun, fyrstu spíritistaprédikunina, sem séra Haraldur flutti,
fyrstu prédikunina, sem spíritisti flutti á íslandi. Hún var ekki flutt
í kirkju, heldur í Tilraunafélagshúsinu við Ingólfsstræti, og ekki
fyrir venjulegum söfnuði, heldur fyrir fólkinu, sem var að leggja
grundvöll spíritismans á íslandi, fólkinu, sem var að gera hinar
árangursríku tilraunir með miðilsgáfu Indriða Indriðasonar.
„Og sjá, engill drottins stóð hjá þeim
og birta drottins ljómaði kringum þá“.
Þegar við vorum börn langaði okkur öll til þess að heyra
sögur. Það var tilbreytni í því að hætta leikjunum og ærsl-
unum og setjast til fóta einhverjum og hlusta á sögur.
Það var gott að hvíla sig á því, og það var nautn fyrir
barnssálina að berast á vængjum ímyndunarinnar út í
heiminn — þennan stóra, stóra heim; í baðstofunni var
svo þröngt, leikvöllurinn svo lítill; þar bar svo fátt fyrir
augun; en útþráin vaknaði snemma. Bezt þótti mér að
setjast hjá mömmu, þegar hún mátti vera að því að segja
okkur sögu. Og allra mest gaman var að ævintýrunum. í
þeim gerðust svo furðulegir hlutir, og í þeim gerðist svo
mikið. Þar var tilbreytnin frá daglega lífinu átakanleg-
ust. Flestum ævintýrunum þeim er ég nú búinn að gleyma.
Þó er eitt þeirra, sem ég enn man, eitt þeirra, sem við öll
munum enn, eitt ævintýr, sem aldrei gleymist. Og þetta
ævintýr er sagan um fæðing litla barnsins í jötunni í
Betlehem, sagan um fjárhirðana úti í haganum og engil-