Morgunn - 01.12.1954, Side 23
MORGUNN
101
gaman að hitta mömmu eftir einveruna. Hún var þá vana-
legast ein komin á fætur, auk piltanna, sem voru komnir
út og farnir að slá. Ég man hve kærleikssólskinið var bjart
í huga hennar og hve hlýlega hún tók mér.
Nú er hún horfin yfir á eilífðarlandið. Og fyrir því
rninnist ég á þetta, að þetta eru fyrstu jólin, sem ég lifi
eftir heimför hennar. Hún kom fyrst allra inn hjá mér
fögnuði jólanna. Hún sagði mér bezt frá fjárhirðunum á
Betlehemsvöllum. Hún hlúði bezt að eilífðarþránni í brjósti
fliínu. Og eins og ég nú minnist hennar, eins veit ég þið
öll minnist einhverra horfinna ástvina, mæðra eða feðra,
eða einhverra annarra.
Dauðinn ætti að vera afmáður í huga vorum. Vér vit-
um, að sú dimma, sem yfir honum hvílir, er ekki annað en
lágnættismóða. Og þegar lágnættið er liðið hjá, þá rís sólin
af nýju. Þá breytast harmar vorir í gleðitár. Og ég fyrir
mitt leyti vona, að ég fái aftur að hitta mömmu og aðra
astvini mína og þið ykkar. Og þá munum vér finna til þess,
hve kærleikssólskinið er mikið í hugum þeirra. Þá sann-
færumst við enn betur um gæzku Guðs og sjáum enn bet-
Ur, hve dýrlegt það er að sækja lengra og lengra fram á
eilífðarlandið og færast alltaf nær og nær ljósinu, nær og
hær Guði. — Með slíka trú í huga getum við sannlega fagn-
að ljósanna hátíð og sagt af hjarta hvert við annað:
GLEÐILEG JÓL!