Morgunn - 01.12.1954, Side 53
Dr. Leslie D. Weatherhead, M. A.:
Er dauðinn sorgarefni?
★
MORGUNN hefur áður minnzt hins fræga brezka prests og rit-
höfundar, dr. Leslie Weatherhead. Hann er viðurkenndur einn allra
íremsti prédikari Breta nú á tímum, og mun safna um sig við guðs-
biónustur sínar meiri mannfjölda en nokkur annar prestur þarlendur
nó. Hann er meðal allra frjálslyndustu presta í Bretlandi á vorum
t'mum, og hefur lýst yfir þeirri sannfæring sinni, að sálrænu fyrir-
^tigðin hafi sannað, að látinn lifir. Hann er einn forystumanna í
býstofnuðum félagsskap brezkra kirkjumanna til að kynna sér
^iðlafyrirbrigðin af eigin raun og bókmenntir sálarrannsókna og
BPíritisma.
Kaflinn, sem hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu, er tekinn úr bók
séra Weatherheads: Why Do Men Suffer?
Ég varð fyrir því happi í Manchester að hitta óvenju-
lega gáfaðan mann og átti við hann samræður, sem náðu
langt fram á nótt. Spurninguna, sem brann honum í hjarta,
taá orða á þessa leið: „Hvers vegna veiztu, að sálin heldur
áfram að lifa? Og ef hún heldur áfram að lifa, hvernig
atendur þá á því, að við verðum að ganga í gegnum hina
ægilegu raun dauðans?“ Bók eins og þessi, sem er ætlað
hjálpa fólki við ráðgátu þjáningarinnar, á að sjálf-
8Ögðu að hafa einn kafla um dauðaþjáninguna. Því að það
er satt, að sá maður, sem aldrei hefur hugsað um dauðann,
hefur aldrei hugsað um lífið af neinni alvöru. Verkakona
hokkur sagðist hafa hlustað á nítján ára ungling gagnrýna
^JÖg heimsrásina og trúarbrögðin. Þetta var fráleitt og
hitt var fráleitt. En hann þagnaði, þegar konan skaut inn
kessari athugasemd: „Ungi maður, þú munt hugsa á ann-
an veg um margt, þegar þú ert búinn að standa við dánar-