Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 9
MORGUNN
87
Þögn prestanna
um framhaldslífið.
kirkjunum“. Ummæli prestsins um miðla, sem aldrei hafa
starfað opinberlega, lúta að því, að Samband brezkra
kirkjumanna til að kynna sér sálarrannsóknir og spírit-
isma, hefur tekið þá ákvörðun að leita ekki til atvinnu-
miðlanna. Næstur tók til máls séra J. D. Pearce-Higgins,
sóknarprestur í Putney. Hann upplýsti, að nú væru 1100
meðlimir skráðir í þessu sambandi brezkra kirkjumanna,
og að 250 sjúklingar hefðu óskað
þess, að gerðar væru fyrir þá til-
raunir um sálrænar lækningar (úr
fjarlægð). Þá fórust honum orð á þessa leið: ,,Sá er höfuð-
munurinn á sambandi okkar og Brezka Sálarrannsókna-
félaginu, að við göngum út frá því fyrirfram að um fram-
haldslíf sé að ræða, en sálarrannsóknafélagið er neikvætt
í því efni. Bæði viðhorfin eru sjálfsagt réttmæt. En ef
Kristófer Kólumbus hefði haft hið neikvæða viðhorf
Brezka Sálarrannsóknafélagsins og gengið út frá því fyrir-
fram, að Ameríka væri ekki til, hefði hann ekki fundið
hina miklu heimsálfu. Hvers vegna heyrum við ekki meira
talað um framhaldslífið ? Hvers vegna eru ekki fluttar pré-
dikanir um það í kirkjunum í stað þess að vera alltaf að
fjölyrða um sambandið við djöfulinn?“ Allmikið líf sýnist
vera í þessum merku samtökum brezkra kirkjumanna, en
þau hafa mætt andspyrnu frá íhaldsöflunum innan kirkj-
unnar, sem enga löngun hafa til að kynna sér málin.
Eins og sagt er frá á öðrum stað í riti þessu, kom til
Reykjavíkur skozkur miðill, frú Jean Thompson, í október
sl. Var hún ráðin til S.R.F.Í. um hálfsmánaðartíma. Lengri
tíma var ekki unnt að fá, vegna þess að
frúin hefur þegar gert samninga við
mörg félög á Englandi og Skotlandi. Er
hún þegar búin að ráðstafa svo að segja öllum tíma sínum
næstu tvö árin. Ritstj. MORGUNS hitti á liðnu sumri
gamlan vin og spíritista, M. Bernström, forstjóra í Gauta-
borg í Svíþjóð, og spurði hann m. a. um frú Thompson, en
hún var gestum spíritistafélaganna þar og í Stokkhólmi í
Skozkur miðill
í Reykjavík.