Morgunn - 01.12.1954, Síða 34
112
MORGUNN
Sú er sannfæring mín, byggð á reynslu minni, að vinir,
— ekki ættingjar, því að ættarbönd eru naumast til í okk-
ar skilningi fyrir handan gröfina, — að vinir taki á móti
nærfellt öllum, ungum jafnt sem gömlum, sem koma yfir
landamærin. Hjón, sem ekki hafa getað komið sér saman
í hjónabandinu, þurfa ekki að óttast það að þurfa að vera
saman eftir dauðann. í andlegum skilningi hafa þau í raun-
inni ekki verið gift, og þau verða ekki saman í andlegum
heimi. E. t. v. getur þetta huggað einhvern, að maður þarf
ekki að dragast með fjötra óhamingjusamra hjónabanda
yfir í annan heim. En aftur er hitt víst, að hafi hjóna-
bandið verið hamingjusamt, bíður sá, sem á undan fer,
þolinmóður hins, unz hinn kemur, og hlakkar til að geta
fagnað honum.
Og vegna þess að tíminn — í okkar skilningi — er ekki
til í andaheiminum, er auðvelt að bíða þar. Hið eina, sem
þjáir, er að skynja söknuð vinarins á jörðunni. En ef sá,
sem eftir lifir á jörðunni, er spíritisti, og ef hann er svo
gæfusamur að geta náð sambandi við vininn horfna, þá
verður spíritisminn Guðsgjöf.
Ég sagði, að tekið væri á móti nærfellt öllum, sem koma
yfir landamærin, en vegna þess að ég er ,,skyggn“ hef ég
tekið eftir því, að fyrir kemur það, að enginn tekur á móti
þeim, sem deyja.
Dag nokkurn var ég á göngu hátt uppi á Bulbjerg. Ég
stóð og horfði yfir hafið, og hægri hönd mín hékk niður
með hlið minni. Skyndilega fann ég, að hundur kom og
sleikti hönd mína. Ég snéri mér skjótlega við og sá grann-
an, hvítan hund, og við hlið hans dreng um það bil 13 ára
gamlan.
Þetta gerðist laust eftir miðjan dag. Drengurinn talaði
við mig í fullum trúnaði, hann afsakaði, hve frakkur hann
væri. Hann kvaðst hafa reynt að tala við sjómennina, en
þeim hefði eins og brugðið við og þeir hefðu hraðað sér
burt. Nú kvaðst hann hafa séð mig í hvíta kjólnum mín-
um og orðið smeykur um, að ég væri vofa, en vegna þess