Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 75
MORGUNN
153
sem gerðist. Svo reyndist, og ástæða er til að ætla, að hann
hafi verið viðstaddur flesta eða alla dagana, sem frúin
starfaði í húsi S.R.F.I. að Öldugötu 13. Sem dæmi þess, er
gerðist á þessum fundi, má nefna þetta atvik:
Nokkuru eftir að okkur hafði verið sagt frá séra Har-
aldi, snéri stjórnandi miðilsins sér að mér og mælti: „Þarna
er hjá yður prestur. Hann stendur hjá yður og ég heyri
nafnið Hallgrímsson og eitthvað meira. Hann segist hafa
verið prestur í kirkjunni yðar á undan yður. Hann segist
líka hafa verið dómprófastur eins og þér. Hann er fjör-
legur maður, fallegur maður. Hann segist koma til yðar,
en hann segist hafa komið með Haraldi Níelssyni, hann
segir, að þér skiljið það, hann sé náfrændi hans“.
Ég þykist vita með nokkurn veginn vissu, að frú Thomp-
son hafi aldrei heyrt nafn séra Friðriks Hallgrímssonar,
hafi ekki vitað, að hann var dómprófastur, ekki vitað, að
hann starfaði í dómkirkjunni á undan mér, og ekki vitað,
að séra Haraldur og hann voru systkinasynir og miklir
vinir. En allt þetta segir hún mér á fundinum snemma
morguns eftir að hún kom til landsins um kvöldið.
Flest sönnunargögnin á fundunum munu hafa verið eitt-
hvað í þessa áttina, en mörg miklu sterkari. Þegar búið
var að segja mér frá séra Friðriki, hélt stjórnandinn áfram
°g lýsti föður mínum og nefndi fyrra nafn hans. I sönn-
unarskyni var mér sagt frá föður mínum, að hann fylgdist
nieð okkur, og þó einkum með móður minni, og nafn henn-
ar var nefnt Margrét. Ennfremur að hann vissi um, að hún
hefði skipt um bústað, og að nær sem hann kæmi til henn-
ar væri hún að sömu iðju, hún saumaði alltaf, það væri
ftiislitur útsaumur. Allt var þetta nákvæmlega rétt. Það
var auðvitað til í vitund minni, en með öllu er óhugs-
undi, að miðillinn hafi sjálfur haft nokkra vitneskju um
hetta.
Einhver atriði komu fram, sem fólk taldi sig ekki hafa
vitað, en unnt var að staðfesta síðar. Frú Áslaug Guð-
uiundsdóttir, tengdadóttir séra Kristins Daníelssonar, fékk