Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 4
82
MORGUNN
Finnskir
prestar.
verið tekinn á leigu. Var hann svo þéttskipaður áheyrend-
um, að menn sátu í stigum og göngum og stóðu út úr dyr-
um, en þó urðu margir frá að hverfa. Skýrði fyrirlesarinn
málið mjög í þeim anda, sem þeir próf. Haraldur Níelsson
og Einar H. Kvaran mótuðu hér á landi, og hélt því fast
að mönnum, að hafa um allt, sem mögulegt væri, fulla vin-
áttu við kirkjuna á hverjum stað og forðast að yfirgefa
hana og mynda spíritista-sértrúarsöfnuði, eins og raunin
hefur því miður víða orðið á og allmjög hefur gætt í Dan-
mörk. Benti hann á veilurnar, sem víða koma fram í starfs-
aðferðum spíritistanna, og minnti á, að andstaða kirkj-
unnar væri engan veginn öll kirkjunni að kenna, þar ættu
spíritistarnir sjálfir oft einnig sök. Síðar á þinginu flutti
forseti S.R.F.Í. annað erindi um spíritismann og Krist.
Voru þar einnig viðstaddir nokkurir borgar-
búar aðrir en spíritistar, meðal annars fáeinir
prestar. Hvernig þeim kann að hafa getizt að
málflutningi Islendingsins veit ég ekki, nema um tvo presta
í Helsingfors, sem ég hitti að máli. Annar þeirra sótti fundi
þingsins að staðaldri, en það er herpresturinn Tyvola,
kunnur maður og mikils metinn í Finnlandi. Hefur hann
mikinn áhuga fyrir málinu. Hinn var ungur prestur við
höfuðkirkjuna í Helsingfors, gáfaður maður og víðsýnn,
sem er að kynna sér málið og hefur nú þegar lesið allmikið
um það. Þá hitti ég ungan sérlega aðlaðandi prest í gömlu
höfuðborginni Ábo, sem var fullur löngunar eftir að fræð-
ast um málið og harmaði, hve stutta stund við höfðum til
að ræða saman. Annars mun þekking á sálarrannsókna-
málinu ekki mikil meðal finnskra presta. Finnar eru sagðir
trúaðir menn og kirkjulíf þar með meiri blóma en annars
staðar á Norðurlöndum, en þau litlu kynni, sem íslenzku
fulltrúarnir höfðu af kirkjulífinu, sýndu ekki mikla kirkju-
sókn í höfuðborg Finna. En oss var sagt, að hún mundi
meiri úti á landsbyggðinni.
Hver dagur þingsins hófst með morgunguðræknistund,
og af þátttöku þingfulltrúanna í þeim var ekki annað að