Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 51
MORGUNN
129
Vítisprédikun og skattsvik. Þannig fór, að prófessor
Hallesby stóð ekki yfir höfuðsvörðum Schelderups bisk-
ups, eins og hann hafði gert sér vonir um. En svo kynleg
varð rás viðburðanna, að aðrir stóðu yfir höfuðsvörðum
hans.
Nafn hans varð nú á allra vörum í enn ríkara mæli en
áður. Dagblöðin voru á hælunum á honum. Einu sinni var
hann að halda ræðu í lítilli kirkju í sjómannaþorpi einu á
vesturströnd Noregs. Hann benti þá út yfir kirkjugarð-
mn og sagði: „Þarna úti liggja tíu þúsundir manna, sem
hafa farið til helvítis“. Blöðin birtu þessa yfirlýsing hans
°rði til orðs, og almenningsálitið reis gegn þessari yfir-
lýsing.
En nú fór blaðið Verdens Gang að fá áhuga fyrir skatta-
málum prófessorsins. 7. okt. 1953 birti það frétt með þess-
ari stórletruðu yfirskrift: „Hallesby afhjúpaður sem skatt-
svikari". Prófessorinn reyndi í byrjun að skýra fjármála-
mistök sín sem hreina smámuni, en Verdens Gang hélt
afram og upplýsti, að í samfleytt tíu ár hefði Hallesby
Sefið ranglega upp til skattayfirvaldanna og dregið undan
lögmætum skatti 11724 norskar krónur, ranglega. 12. nóv.
1953 lagði prófessor Hallesby „að eigin ósk“ niður for-
setatign sína í norska heimatrúboðssambandinu. Orust-
aani var lokið. Nú stóðu aðrir yfir höfuðsvörðum hans.
Málið allt vakti geysilega athygli á Norðurlöndum.
hrumu lostnir voru þeir tugir þúsunda trúaðra manna í
Noregi, sem höfðu litið á þennan mann sem andlegan leið-
l°ga sinn á svipaðan hátt og kaþólskir menn líta á páfann.
En, — vítiskenningin? Flestir Norðmenn eru hættir að
Húa henni. „Helvíti er hér á jörðu, sé það til“, segja menn.
Og það er vissulega ekki fjarri sannleikanum að svo sé.
Hel, helja er samnefni biblíunnar á gröfum framliðinna.
»Því að í dánarheimum, þangað sem þú fer, er hvorki
starfsemi né hyggindi, þekking né vizka . . . hinir dauðu
vita ekki neitt“ (Prédikarinn 9, 10, 5) Gríska orðið, sem
býtt er helvíti í norsku biblíuþýðingunni, Gehenna, er tákn-
ð