Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 69

Morgunn - 01.12.1954, Side 69
MORGUNN 147 Thompson kom hingað í haust. Hún hélt fjóra skyggni- fundi í Guðspekifélagshúsinu, sem stjórn Guðspekifélags- ins sýndi þá velvild að lána til starfsins, og skyggnilýsing- nr gaf frúin á einum félagsfundi í Sjálfstæðishúsinu. Auk bess hafði hún daglega einkafundi í húsi S.R.F.Í. að Öldu- götu 13. Alls mun nálægt eitt þúsund gestir hafa komið ú þessa fundi, og voru fundirnir þó svo að segja eingöngu °pnir félagsfólkinu. Annað hefði orðið óviðráðanlegt með öllu, vegna aðsóknar. Hvernig tókst þetta starf? Þegar frúin kom til landsins, var hún engum manni á landinu kunnug, nema forseta S.R.F.I. mjög lauslega. Vitanlega kom hún hingað gersamlega mállaus á íslenzka ^uugu Hún kom hingað með flugvél síðla dags. Voru þrír stjórnarmeðlimir með henni um kvöldið, en kl. 10 næsta Uiorguns hélt hún fyrsta transfundinn, og eftir það hvern fundinn af öðrum, unz hún flaug héðan burt. Stjórn félagsins sat fyrsta fundinn, og kom þá þegar tram óyggjandi miðilsgáfa frúarinnar. Fyrir hverjum ein- stökum fundargesti var lýst látnum vinum, og með nokk- Urum þeirra gaf miðillinn nöfn, sem voru skiljanleg. Stjórn- andi miðilsins, sem af vörum hans mælti, kvaðst eðlilega eiga erfitt með að koma þessum framandi nöfnum réttum fram. Hann kvaðst heyra þau og reyna svo að líkja þessi framandi hljóð eftir. Eftir því, sem frúin var hér lengur, Vlrtist verða auðveldara með íslenzku mannanöfnin og uokkur íslenzk staðanöfn, sem einnig komu. Mörg nöfn k°mu á jarðnesku fólki, ýmist fundargestunum sjálfum e®a einhverjum ástvinum þeirra, sem stjórnandi miðilsins eða hún sjálf, þegar hún gaf skyggnilýsingar án þess vera í transi — kvaðst heyra framliðna fólkið segja. •^llt fór þetta fram úr þeim vonum, sem menn höfðu gert Ser áður en miðillinn kom hingað. Árangurinn var vitanlega ekki jafn mikill á öllum fund- nnum. En þeir, sem höfðu aðstöðu til að fylgjast með starf- lnu frá byrjun, þóttust sjá, að árangurinn væri mjög undir

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.