Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 44
122
MORGUNN
í öðrum líkama, sem ekki virtist vera í neinum tengslum
við jarðneskan líkama hans, er lá lemstraður og kraminn
á gólfi fangaklefans. Hann var algerlega laus við hann, en
upp frá þessari stundu og síðar, er pyndingarnar hófust
að nýju, og það var ekki ósjaldan, því að böðlar hans ætl-
uðu sér að brjóta viðnámsþrótt hans með öllum ráðum,
losnaði hann ævinlega úr tengslum við jarðneskan líkama
sinn, skynjaði þjáningarnar ekki lengur, og naut lífsins
í umheiminum, meðan á pyndingunum stóð.
Fangaverðirnir voru undrandi yfir mótstöðuafli þessa
manns, en þetta virtist jafnframt æsa kvalalosta þeirra.
Hvað eftir annað komu þeir inn í klefa hans og beindu
sterku ljósi á andlit fangans og sáu hann hvíla í værum
svefni, að því er bezt varð greint. Hið eina óvenjulega við
útlit hans var hvít froðurák, er hjúpaði varir hans. Klukku-
stundum saman var hann reyrður í spennitreyjunni, einu
sinni í þrjá sólarhringa samfleytt. Fangaverðirnir voru
ráðþrota. Þá barst skipun um að skera böndin af treyj-
unni. Morrell var velt út úr henni á gólfið og látinn eiga
sig.
Hann var nú aleinn. — Smám saman skynjaði hann
umhverfi sitt . . . Hann var algerlega hjálparvana, líkari
hrúgu af mörðu holdi og krömdum beinum. Furðulegur
lífsþróttur virtist vakna hið innra með honum, og nú var
honum unnt að hreyfa sig úr stað og næstu augnablikin
skreiddist hann yfir í hinn enda klefans og fálmaði eftir
vatnskrúsinni, sem þar var . . . Hann tæmdi úr henni, og
skreiddist því næst yfir að gamla hálmfletinu sínu og að
fáum mínútum liðnum var hann fallinn í væran blund.
En þetta voru aðeins fyrstu sálrænu fyrirbrigðin, sem
gerðust í lífi hans í fangelsinu. Böðlar hans voru ekki að
baki dottnir. Með ýmsum aðferðum reyndu þeir að lama
viðnámsþrótt hans. Svo oft var þeim beitt, að of langt yrði
frá þeim að segja, og auk þess svo hryllilegar, að þær geta
ekki talist prenthæfar. Einu sinni var honum haldið 126
klukkustundir samfleytt í spennitreyjunni. En fáum mín-