Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 44

Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 44
122 MORGUNN í öðrum líkama, sem ekki virtist vera í neinum tengslum við jarðneskan líkama hans, er lá lemstraður og kraminn á gólfi fangaklefans. Hann var algerlega laus við hann, en upp frá þessari stundu og síðar, er pyndingarnar hófust að nýju, og það var ekki ósjaldan, því að böðlar hans ætl- uðu sér að brjóta viðnámsþrótt hans með öllum ráðum, losnaði hann ævinlega úr tengslum við jarðneskan líkama sinn, skynjaði þjáningarnar ekki lengur, og naut lífsins í umheiminum, meðan á pyndingunum stóð. Fangaverðirnir voru undrandi yfir mótstöðuafli þessa manns, en þetta virtist jafnframt æsa kvalalosta þeirra. Hvað eftir annað komu þeir inn í klefa hans og beindu sterku ljósi á andlit fangans og sáu hann hvíla í værum svefni, að því er bezt varð greint. Hið eina óvenjulega við útlit hans var hvít froðurák, er hjúpaði varir hans. Klukku- stundum saman var hann reyrður í spennitreyjunni, einu sinni í þrjá sólarhringa samfleytt. Fangaverðirnir voru ráðþrota. Þá barst skipun um að skera böndin af treyj- unni. Morrell var velt út úr henni á gólfið og látinn eiga sig. Hann var nú aleinn. — Smám saman skynjaði hann umhverfi sitt . . . Hann var algerlega hjálparvana, líkari hrúgu af mörðu holdi og krömdum beinum. Furðulegur lífsþróttur virtist vakna hið innra með honum, og nú var honum unnt að hreyfa sig úr stað og næstu augnablikin skreiddist hann yfir í hinn enda klefans og fálmaði eftir vatnskrúsinni, sem þar var . . . Hann tæmdi úr henni, og skreiddist því næst yfir að gamla hálmfletinu sínu og að fáum mínútum liðnum var hann fallinn í væran blund. En þetta voru aðeins fyrstu sálrænu fyrirbrigðin, sem gerðust í lífi hans í fangelsinu. Böðlar hans voru ekki að baki dottnir. Með ýmsum aðferðum reyndu þeir að lama viðnámsþrótt hans. Svo oft var þeim beitt, að of langt yrði frá þeim að segja, og auk þess svo hryllilegar, að þær geta ekki talist prenthæfar. Einu sinni var honum haldið 126 klukkustundir samfleytt í spennitreyjunni. En fáum mín-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.