Morgunn - 01.12.1954, Síða 65
MORGUNN
143
þér: „Veit? Sannarlega veit Turner, hvað er gott í mynd-
inni. Ef hann veit það ekki, þá veit enginn annar það. Hann
er meistarinn“.
Og við skulum hugsa okkur, að við stæðum hjá Chopin
°g hlustuðum á tónlist. Þegar búið væri að leika, segði
Chopin: „Þetta var ágætt, en það má ekki leika þetta tón-
Verk svona hratt, og á einum stað heyrði ég tónaósam-
ræmi“. Þá mundir þú snúa þér að mér og segja: „Hvernig
veit Chopin þetta?“ Og svar mitt væri enn: „Veit? Hver
setti að vita það, ef ekki Chopin?“
Og enn skulum við hugsa okkur, að við værum, lesand-
inn og ég, með Shakespeare og værum að hlusta á sonnett-
nr lesnar. Shakespeare væri að gagnrýna þær og segði
loks: „Þetta eru alls engar sonnettur. Þetta var rangt, hitt
var rangt“. Þú snýr þér að mér og segir enn: „Hvernig veit
hann þetta?“ Og ég svara: „Ef Shakespeare veit ekki, hvað
er sonnetta, veit enginn það annar“.
Gleymdu nú um sinn öllum skoðunum þínum á persónu
Jesú Krists. Var hann hinn mikli snillingur á trúmálasvið-
inu eða ekki? Ég bið þig ekki að taka neitt tillit til skoð-
ajia Shakespeares á prédikunum. En ég bið þig að taka
eftir því, sem hann segir um sonnettur. Ég bið þig ekki að
ieggja neitt upp úr því, sem Turner kann að segja um
stjórnmál, en ég bið þig að gefa gaum því, sem hann segir
u«i málverk. Ég bið þig ekki að skipta þér neitt af því, sem
Chopin kann að segja um ætisveppi, en ég bið þig að hlusta
a það, sem hann segir um hljómlist. Ef þig langar til að
sanna mér, að Jesú hafi skjátlazt um það, hvenær fyrsti
Daviðssálmur í Gl. tm. hafi verið ortur, andmæli ég þér
ekki með einu orði. Maður, sem lifði í Galíleu fyrir tveim
búsundum ára, væri ekki maður, heldur eitthvert óhugnan-
^egt fyrirbæri, ef hann hefði vitað þá allt, sem vísindin
hafa leitt í ljós síðar. En heldur þú ekki, að Jesús hafi vit-
að, hvað hann var að segja, þegar hann talaði um trú?
Heldur þú ekki, að hann hafi hugleitt örlög mannssálar-
innar svo djúpt, að þar sé óhætt að trúa því, sem hann