Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 13
MORGUNN
91
Þegar við stækkuðum og komumst út í lífið, þá fengum
við að sjá þennan stóra, stóra heim. En flestum reyndist
minna þar af ævintýrunum en hann hafði hugsað. Líf
flestra verður vanalegast fremur tilbreytingalítið, hver
dagurinn er öðrum líkur, og mörgum finnst lífið líkara
leiðinlegri sögu en tilkomumiklu ævintýri. Við flest mun-
um játa, að svona hafi oft verið um okkur; svona hafi ævi
okkar flestra farið. Og sízt af öllu hefðum við vænt þess,
að sjá líf okkar breytast í ævintýr. Fyrir svo sem tíu ár-
um mundi ekkert af oss hafa látið sér til hugar koma, að
nokkuð, sem skylt ætti við ævintýrið á Betlehemsvöllum,
mundi fyrir oss bera í lífinu. Og þó hefur einmitt það að
borið. Annars væri þessi félagsskapur ekki til. Félags-
skapur vor er einmitt orðinn til af því, að sögur ganga af
því víða um heiminn, að hinir furðulegustu ævintýravið-
burðir séu aftur teknir að gerast meðal mannanna. Hinir
furðulegustu, segi ég, já, alveg ótrúlega furðulegir, en líka
alveg dásamlegir. Því að þeir eru sagðir sömu tegundar
og sá atburður, sem gerðist á Betlehemsvöllum; englar eru
farnir að birtast mönnunum, sendiboðar frá Guði, til þess
að boða oss jarðneskum mönnum kærleika hans og mátt.
Efni boðskaparins er hið sama og áður: „Dýrð sé Guði í
upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum“.
Það berast minni tíðindi en þetta, jafnvel hingað út til
íslands. Og þegar þær fregnir komu, var svo mikið af
ævintýraþránni eftir í fáeinum af oss, að Tilraunafélagið
varð til og ævintýraleitin hafin líka hér úti á íslandi. Oss
hafði aldrei gleymzt ævintýrið fegursta. Og þótt trúin á
veruleik þess hefði dofnað hjá sumum, þá var það ekki
fyrir þá sök, að þeir hinir sömu vildu ekki trúa, langaði
ekki af hjarta til að mega trúa — en þeir sáu hvergi slík
ævintýr, urðu þeirra aldrei varir, og fyrir því héldu þeir,
að þetta væri aðeins fagur skáldskapur; mennirnir hefðu
aðeins búið þetta til, til þess að fullnægja ævintýraþránni,
eða til þess að reyna að halda lífinu í fegurstu vonum sín-
um og sæludraumum.