Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Síða 14

Morgunn - 01.06.1960, Síða 14
8 MORGUNN dreginni alvöru sálarrannsóknamálið. Það var ekki lítils- gild forvitni eftir kitlandi, æsandi nýungum, sem réð því, að hann tók þessa stefnu .Heldur vegna þess, hve lífið var honum mikils virði, hve örlög mannsins lágu honum í miklu rúmi. Væri hægt að rekja þau lengra en á grafar- bakkann, væri hægt að fá raunhæfa vitneskju um að veg- urinn væri lengri, þá var þar um svo óumræðilega mikið mál að tefla, að hann, alvörumaðurinn, mannvinurinn, gat ekki látið undir höfuð leggjast að fórna öllum þeim tíma, sem hann ýtrast mátti, til að kynna sér þetta mál, vega og meta sannleiksgildið á vogarskál þeirra vitsmuna, sem hann var þá fyrir löngu orðinn þjóðkunnur af. Hvað lagði hann að veði? Bókmenntahróður sinn, sem þá var orðinn meiri en annarra Islendinga þeiiTa, sem skáldsögu höfðu samið, — og meira: Mannorðið líka, svo geypilega var að honum veitzt í byrjun fyrir þetta tiltæki. Og þegar sannfæringin var fengin um það, að í hinum svonefndu dularfullu fyrirbrigðum, þessum furðulegu tjáningum sálarlífsins væri staðreyndir að finna, sem ekki yrðu á nokkurn sanngjarnan eða skynsamlegan hátt ann- an skýrðar en svo, að þær bentu til framhaldslífs manr.s- sálarinnar, vígði hann vitsmuni sína, mælsku og ritsnilld fremur þessu máli en nokkuru öðru síðari hluta ævinnar, Með próf. Haraldi Níelsyni gerðist hann höfuðstofn- andi þessa félags og stýrði því í nærfellt tuttugu ár. Þess- vegna helgum vér aldarminningu hans þetta kveld. Þess- vegna erum vér hér saman til þess að vaxa sjálf og verm- ast minningunni, sem vér eigum um hann. Rúmlega 20 ár eru liðin, síðan Einar Kvaran hvarf af jarðneskum heimi, en svo lifandi skýr er sú mynd, sem hann lét oss eftir, að mörgum þeirra, sem hér eru í kvöld og áttu með honum samleið, langa eða skamma, í þessu félagi, mun finnast sem sé hann Ijóslifandi á meðal vor enn. Ég man hann vel á mörgum fundum í félagi voru. Ég man fádæma rökfimi hans, frábæran flutning á málinu,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.