Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Page 50

Morgunn - 01.06.1960, Page 50
44 MORGUNN á móti því. En um hitt munu menn áreiðanlega ekki á einu máli, að hættulaust væri að fela öllum valdhöfum að fara með þessa hluti. I þessu tilfelli var svefnkennslan og sefjun hennar, framkvæmd með leyfi fanganna og í góðum tilgangi. En það er engin trygging fyrir því, að allir valdhafar myndu nota hana þannig. Hver þau lög eða stjómskipun er ill, sem leiðir menn í freistni. Sér- hver lög, sérhvern stjórnskipun er góð, sem forðar mönn- um frá þeirri freistingu að misnota vald sitt í sjálfs sín þágu eða í þágu ríkisvalds, stjórnmálaflokka eða kirkju. Reynist svefnkennslan virk, gæti hún orðið ógurlega vold- ugt tæki til þess að sefja nauðgunarsefjun hópa manna, sem væru á valdi annars manns. 1 lýðræðisríki er sú hætta ávallt fyrir dyrum, að valdið verði misnotað. Og þessvegna ætti aldrei að fela nokkurum manni, nema tak- markað vald um takmarkaðan tíma. 1 lýðræðisríki ætti því aldrei að fela sefjunarvald svefnkennslunnar — sé það raunverulega virkt — nokkurum, nema innan strangra takmarkana, sem settar væru að lögum. En er hér raunverulegt vald á ferðinni? Lítum á stað- reyndir. I greinargerð í Psychological Bulletin, júlíheftinu 1955, segja þeir Charles W. Simon og William H. Emmons frá tíu merkilegustu rannsóknunum á þessu sviði. Allar þess- ar rannsóknir beindust að því, hvað maðurinn gæti munað eftir að sefjuninni lauk. Er unnt með svefnkennslu að hjálpa nemanda til þess að læra utan að? Að hve miklu leyti man maður að morgni, er hann vaknar, það sem hvislað var stöðugt í eyra hans meðan hann svaf? Þessar rannsóknir leiddu ekki ótvírætt í Ijós, að menn geti raunverulega lært í fullum svefni, en af nákvæmri athugun segja greinarhöfundar, að um einhverskonar lær- dóm eða nám virðist að ræða í „vissri tegund vöku, þegar menn gera sér þess ekki fulla grein eftir á, hvort þeir hafi vakað eða sofið .... því sé ekki unnt að tala um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.