Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Page 64

Morgunn - 01.06.1960, Page 64
58 MORGUNN gerendur. Má þar til nefna hin eilífu gildi, svo sem hugs- un, liti, hljóma, form og jafnvel form formsins. Allt slíkt og margt fleira er svo ofið inn í víindi hlutanna, að þeim verða engin fullnægjandi skil gerð án slíkra eðlisþátta. En langverst fer þó fyrir þeirri speki, sem sleppir allri þeirri auðlegð, sem hefst við í hugheimum og veröld kær- leikans. Kærleikurinn verður vissulega ekki efnagreindur. Mönnum er og nauðsynlegra að kunna að meta fegurð sólarlagsins en kunna skil á snúningi jarðar og gangi himinhnatta. Náttúran sjálf í algerleika sínum er sú öflugasta pre- dikun, sem vér þekkjum og kennir oss bezt, hvernig breyta skuli, ef vel á að fara. Og fyrsta lexían, sem draga má af þeirri predikun, er beinlínis boðskapurinn um fagurt líf, eins og náttúran sjálf er hrein og fögur. Það var því ekki sagt út í hött, þegar kvatt var til þess að gefa gaum liljum vallarins og sjá, hversu þær vaxa. 1 öðru lagi má læra aðra mikilvæga lexíu af predikun náttúrunnar. Er hún fólgin í því að sýna, að bræðralag geti og eigi að eiga sér stað, þrátt fyrir ýtrustu and- stæður að efni og eðli. Ýtarleg rannsókn á lögmálum náttúrunnar sýnir, að ofbeldi er þar ekki til. Alls staðar, þar sem slíkt á sér stað, sýnir frávik frá réttri leið. Slíkt frávik er því brot gegn grundvallarlögum tilverunnar. Sagan um framþróun tegundanna sýnir þetta berlega. Þær lífverur, sem á vissu stigi þróunarinnar gerðu til- raun til að axla sig áfram með afli, áttu ekki langlífi að fagna. Því eru nú öll þessi stóru skrímsl fortíðarinnar og skeldýr þeirrar tíðar að mestu liðin undir lok, en aðrar hætfari og sambúðarþjálli tegundir komnar í staðinn, verur, sem hlýða grundvallarlögum heimsins. Ein meginsetning þeirra laga er vinveitt, mótanlegt umhverfi. Á þessu meg- inlögmáli hvílir í rauninni allur höfuðmöguleiki hinnar lífeðlislegu þróunar. Þess vegna fyrirgerir hver sú lífs- tegund lífi sínu fyrr eða síðar, er gerir tilraun til niður- níðslu á umhverfi sínu eða á einn eða annan hátt leitast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.