Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 68
Dularfullt steinaregn
★
Donaldson-fjölskyldan var að ljúka morgunverði og var
að búast til margvíslegra starfa á hinum stóra búgarði
sínum nálægt Pumphrey í Vestur-Ástralíu. Það var sól-
bjartur sumardagur í marz 1957. Hvergi sást skýhnoðri
á lofti.
Herra Donaldson — 64 ára gamall — og Bryan sonur
hans gengu út úr húsinu, en námu skyndilega staðar, því
að það bókstaflega rigndi niður steinum. Og steinarnir
virtust koma þráðbeint niður úr loftinu.
Mennirnir störðu hvor á annan. „Þarna eru einhverjir
bannsettir ungu innbornu náungarnir að verki“, varð Don-
aldson að orði. „Þeir skulu fá fyrir ferðina, litlu skratt-
arnir, þegar ég næ til þeirra!“
Þeir leituðu af sér allan grun, en hvergi var nokkurn
innbornu mannanna, ungan eða gamlan, að finna. „Ég
skil ekki ....“, tautaði Bryan. Samt leituðu þeir enn,
og auk þeirra annar sonur Donaldsons og tengdadóttir.
En allt kom fyrir ekki.
Og þar sem þau stóðu og ræddu saman um, hverju
þetta gegndi, hófst steinaregnið aftur, svo að þau hrökt-
ust bókstaflega inn í hús. „Ég ætla að hringja á lögregl-
una“, sagði Donaldson og gekk að símanum.
„Mig undrar mest, að þið sjáið ekki, hvaðan steinarnir
detta“, sagði tengdadóttirin. „Þeir virðast koma úr bláu
loftinu“, sagði Bryan og virti einn steininn fyrir sér. „Þeir
eru sannarlega eins og aðrir steinar“.
Lögi-egluþjónarnir komu og tóku til að yfirheyra inn-