Morgunn - 01.06.1960, Side 69
MORGUNN
63
bornu mennina, sem unnu á búgarðinum. En þeir skelltu
skuldinni tafarlaust á einn félaga sinn, Cyril Penny að
nafni, nautahirði. Þeir þóttust vissir um, að einhverjir
töfrar eða galdrar væru í för með honum.
Ekkert rúm fyrir drauga.
En lögregluþjónar í Ástralíu eru eins og stéttarbræður
þeirra í öðrum löndum, raunsæir og skynsamir menn, og
í hugarheimi þeirra var ekkert rúm fyrir drauga. Samt
sýndist þeim skynsamlegt, að sannreyna þessa getgátu
innbornu mannanna í garð félaga síns.
„Sendið Penny til borgarinnar í fyrramálið“, sögðu þeir
við Donaldson — „segið honum, að hann megi vera þar
allan daginn. Þér getið fundið eitthvert tilefni þess. Þá
skulum við hafa auga með honum og segja yður, hvað
hann aðhefst“.
Búgarðseigandinn gekk að því.
Daginn eftir fór Penny, 23 ára gamall, erinda húsbónda
síns til borgarinnar og dvaldist þar daglangt. Meðan hann
var að heiman, féll ekki einn steinn úr lofti. En óðara
og hann var kominn aftur, tók steinum að rigna niður,
og voru sumir þeirra á stærð við karlmannshnefa.
Nú höfðu fregnir borizt víða af „steinaregninu“ og
blaðamenn, Ijósmyndarar og aðrir, sem ýmist komu að
gamni sínu eða til að safna merkum gripum, þyrptust
á búgarð Donaldsons. Og gestirnir urðu ekki fyrir von-
brigðum, steinum hélt áfram að rigna niður. Einn steinn-
inn féll niður fáum þumlungum frá tánni á einum blaða-
manninum, og annar steinn féll niður rétt við höfuð eins
1 j ósmyndarans.
Það vakti mönnum mesta undrun og furðu, að stein-
arnir komu í ljós í loftinu og urðu sýnilegir aðeins fá-
einum fetum fyrir ofan jörð.
Og þó var annað furðulegra, það, að helliskúr af stein-
um rigndi inni í einu tjaldi innbomu mannanna. Stein-
arnir féllu þar léttilega niður á teppi og hálmdýnur á