Morgunn - 01.06.1960, Page 71
MORGUNN
65
orðnir alvarlega hræddir. Þeir fluttu tjöldin sín um tíu
mílur bui-t, en steinaregnið elti þá þangað. Þá fengu þeir
Donaldson til þess að senda Penny burt.
Þegar hann var yfirheyrður, sagði hann aðeins: „Þetta
hefir aldrei lcomið fyrir nálægt mér áður. Ég get ekki
annað sagt en það, að ég hefi enga hugmynd um, hvers-
vegna steinarnir detta“.
Til þess að reyna að koma á friði og kyrrð, var Penny
látinn fara. En málið leystist ekki með því. Steinum hélt
áfram að rigna niður, þótt hann væri farinn.
Þetta var orðið Donaldsonsfjölskyldunni í meira lagi
erfitt. Steinaregnið, gestastraumurinn, blaðamennirnir og
endalausar fyrirspurnir í símanum, — allt þetta bakaði
fjölskyldunni ekki aðeins ónæði, heldur gerði alla vinnu
á búgarðinum ómögulega.
En þá varð það, að steinaregnið hætti, þegar fjölskyld-
an var í alvöru farin að hyggja á, að selja búgarðinn.
Síðan hefir Donaldsonsfólkið ekki orðið fyrir slíku ó-
næði, en það spennir greipar, ef einhver gerist svo hugs-
unarlaus og ónærgætinn að minnast á þetta mál.
Skráð af Michael Hervey,
áströlskum rithöfundi. Þýð.
5