Morgunn - 01.06.1960, Side 84
Sálfræðin í þjónustu sálarinnar
★
í MORGNI he,fir margsinnis verið getið hins víðkunna
brezka lærdómsmanns og predikara, Leslie Weatherhead.
Hann hefir ritað margt mjög jákvætt í garð sálarrann-
sóknanna, enda er hann þeim gagnkunnugur, vitnar tíð-
um í höfuðrit þeirra og hefir kynnt sér ýtarlega margs-
konar sálræn fyrirbæri.
Til þess að geta stundað sálusorgarastarf með sem bezt-
um árangri, lagði Weatherhead stund á sálarfræði, vís-
indalega sálfræði árum saman. Árangurinn af þeim lær-
dómi er víða auðsær í bókum hans, og þá ekki sízt í þeirri
bókinni, sem þessum orðum er ætlað að benda á: Psycho-
logy in the Service of the Soul. En bókina hefir útgáfu-
fyrirtækið, Epworth Press, gefið út. Bókin hefir verið
prentuð í geysistóru upplagi, og er fáanleg á bókamarkað-
inum. Þessarar bókar getur almenningur hér, sem ensku
les, haft mikil not, en sérstök ástæða er til að benda prest-
um og andlegum leiðtogum á bókina. í starfi þeirra, bæði
predikun og sálgæzlu, getur þessi bók orðið þeim til mikill-
ar hjálpar, enda hefir mjög lofsamlegum orðum verið um
hana farið í kirkjulegum blöðum og tímaritum brezkum,
og fjöldi annarra blaða látið skifa um hana ýtarlega og
mjög lofsamlega dóma.
Sálfræðin í þjónustu sálarinnar, — bókarheitið gefur
þegar til kynna það, sem fyrir höfundinum vakir. Margt
það, sem lærðir menn hafa um sálarfræði skrifað, gengur
lesandanum erfiðlega að heimfæra til sín og nota sér til