Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 21

Morgunn - 01.06.1961, Page 21
M O R G U N N 15 amma móður minnar, og á sama hátt sagði mér söguna sonardóttir hennar, frú Margrét Ólsen. Grandvör kona hér í bænum fékkst við ósjálfráða skrift. Henni kom mjög á óvart, er orðsendingar tóku að skrifast hjá henni, er tjáðu sig vera frá Agnesi. Þvert ofan í það, sem vitað var og geymzt hafði í sögu, var þarna stað- hæft, að höfuðin væru grafin í Vatnsdalshólum en ekki í Þingeyragarði. Vinnumaðurinn hefði orðið hræddur, er hann tók ofan höfuðin, grafið þau á staðnum, og hefði fum hans verið slíkt, að stöngin hefði brotnað og væru fúabrotin enn í hauskúpu Agnesar. Konan þekkti söguna um tiltektir gömlu húsfreyjunnar á Þingeyrum, og var í algerri óvissu um þessar nýju stað- hæfingar. En ábyggilegir menn gengu í málið, fóru til og fundu á hinum tiltekna stað allt með þeim ummerkjum, sem sagt hafði verið frá í ósjálfráðu skrifunum, jafnvel fúna stangarbrotið í höfuðkúpu Agnesar. Er hægt að skýra þetta sem fjarhrif frá lifandi jarð- neskum manni. Er rétt að ætla undirvitund konunnar þá hlutdeild, að vera höfundur eða uppgötvari alls þessa? Þá er leitt að vera búinn slíkum hæfileika og kunna ekki tök á að nota hann, eins og hann gæti orðið til margra hluta gagnlegur! Á það ekki við hér, sem próf. Einar Arnórsson ályktaði um sálrænu Ijósmyndirnar, að „hug- myndir spíritistanna komast lang lengst í áttina til að skýra þessi fyrirbrigði ?“ Þegar Sir Arthur Conan Doyle var á fyrirlestraferð um Ástralíu, var honum sögð furðuleg saga, sem hann fékk foreldrana til að votta að væri í alla staði rétt. Tveir bræður drukknuðu í sjónum fyrir utan Sidney. Foreldrarnir voru óhuggandi og leituðu til miðils. Annar bróðirinn tjáði sig tala þar við foreldrana, talaði til þeirra huggunarorðum, en sagði svo lágt, eins og hann vildi naumast segja það: „Það kom illfiskur og gleypti hann bróður minn“. Nokkru síðar gerðist það, að stór hákall
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.