Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 22

Morgunn - 01.06.1961, Page 22
16 MORGUNN veiddist á þessum slóðum. 1 kviði hans fundust leifar af mannslíkama og úrið, sem ungi maðurinn hafði verið með, er hann drukknaði. Eigum við kannski að gera ráð fyrir fjarhrifum frá há- köllum líka? Eða hefur nokkur hér inni haft undirvit- undarsamband við hákall? Já, undii'vitundin. Um hana vitum við sitthvað nú, sem menn vissu ekki fyrir fáum áratugum. Ég get vel hugsað mér, að hún geymi allt, sem einu sinni hefur inn í hana komizt. Og vel má vera, að þetta dulminni vakni einmitt í miðilsdái. Það má vel vera. Þó veit ég það ekki, og það veit enginn. Ég man vel söguna, sem próf. Ágúst H. Bjamason sagði okkur stúdentunum, þegar hann var að kenna okkur sálarfræði, um ungu stúlkuna, sem allt í einu fór að þylja upp úr sér hebreskar setningar. En þeg- ar Brezka Sálarrannsóknafélagið fór að rannsaka málið, kom í Ijós, að mörgum árum fyrr hafði stúlkan gætt bama í næsta herbergi við guðfræðing, sem þuldi þar upphátt sitthvað á hebresku, sem unga stúlkan talaði ósjálfrátt síðar. Og margir kannast við hina margumtöluðu Murphey- sögu, sem gerðist fyrir fáum árum, er kona í dáleiðslu rifjaði upp ævagamlar endurminningar frá írlandi, sem hún hafði aldrei séð, og auðtrúa fólk taldi óðara sönnun fyrir því, að hún hefði áður lifað á írlandi en væri nú endurholdguð í Ameríku. Við nánari rannsókn kom í ljós, að í bernsku hafði hún verið í kunningsskap við fólk frá írlandi og hafði heyrt af vörum þess sitthvað það, sem hún þuldi síðar upp undir dáleiðslu. Svo geymin getur undirvitundin verið og þetta styður mjög tilgátu sálfræðinga um dulminni, „cryptemnesia". En svo koma önnur fyrirbrigði, sem alls ekki verða þannig skýrð, eins og dæmið af dóttur Edmonds hæstaréttardóm- ara í New York. í transi talaði hún á 9 tungumálum, sem hún kunni annars ekkert í. Og hér var ekki um dulminni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.